Lífsmótun

Á bænum Hjalla í Reykjadal rekur Sjálfseignarstofnunin Lífsmótun fallegt tjaldsvæði í rólegu umhverfi. Þar sem tjaldsvæðið er allt hólfað niður er auðvelt að láta taka frá fyrir sig pláss. Hafa má samband samdægurs og líka er hægt að panta fram í tímann. Þjónustuhúsnæðið er með upphituðum baðherbergjum (snyrting og sturta) en einföld eldunar- og uppvöskunaraðstaða er óupphitað rými. Upplýsingatafla með helstu afþreyingu í nágrenninu og opnunartíma verslana og sundlauga er utan á þjónustuhúsi en starfsfólkið er líka alltaf innan seilingar og veitir fúslega allar upplýsingar og aðstoð. Mikil áhersla er lögð á vandaða umgerð og persónulega þjónustu. Tjaldsvæðið er vel vaktað og vandlega hirt og metnaður lagður í að hafa það, umhverfið allt og þjónustuhúsnæðið hreint, snyrtilegt og aðlaðandi.

Til að komast á tjaldsvæðið er beygt heim að Laugum af þjóðvegi 1 í Reykjadal á veg 846. Þegar komið er yfir brúna er beygt til hægri, suðurfyrir sundlaugina. Í miðri brekku upp úr dalbotninum að austanverðu er svo aftur beygt til suðurs (hægri) á ómerktan malarveg sem liggur fram (inn) dalinn og hann ekinn til enda (2 km). þar er Hjalli og Tjaldsvæði Lífsmótunar. Það eru skilti á brúnni og í brekkunni sem hjálpa til við að vísa veginn. Við gatnamót þjóðvegarins er líka stórt yfirlitskort og annað fyrir framan Íþróttamiðstöðina á Laugum.

Upplýsingar um reglur tjaldstæðisins má finna á heimasíðunni.

Lífsmótun

Hjalli

GPS punktar N65° 42' 5.296" W17° 21' 2.437"
Sími

8648790

Opnunartími Allt árið
Þjónusta Losun skólptanka Hundar leyfðir Almenningssalerni Gönguleið Tjaldsvæði Hjólhýsasvæði Eldunaraðstaða Aðgangur að interneti Sturta Leikvöllur

Lykilorð 2020

Öllum þeim sem greiða fyrir gistingu á Tjaldstæði Lífsmótunar með ferðagjöfinni býðst eintak af bókinni Lykilorð 2020 að gjöf.

Í bókinni, sem kemur út árlega, eru biblíuvers fyrir hvern dag ársins auk sálmavers eða fleygs orðs. Uppbygging hennar og innihald bíður upp á fjölbreytta notkun fyrir þá sem vilja leyfa orðum úr Biblíunni að vekja sig til umhugsunar og hafa jákvæð áhrif á líf sitt. Lykilorð henta jafnt þeim sem vilja taka fyrstu skrefin í því að tengja boðskap Biblíunnar við líf sitt og hinum sem þegar eru vel kunnugir því sem þar er að finna.

Hafðu samband
Tilboð

Lífsmótun - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

North Aurora Guesthouse
Heimagisting
 • Lautavegur 8
 • 650 Laugar
 • 860-2206
Gistihúsið Staðarhóli
Gistiheimili
 • Staðarhóll, Aðaldalur
 • 641 Húsavík
 • 464-3707
KIP.is
Dagsferðir
 • Álfasteinn
 • 650 Laugar
 • 6505252
Náttúra
15.73 km
Goðafoss

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring.

Goðafoss er einungis spölkorn frá þjóðvegi 1, vel merktur og ætti varla að fara fram hjá nokkrum sem þarna á leið um. Goðafoss á líka merkilegan sess í Íslandssögunni en Þorgeir Ljósvetningagoði kastaði hinum heiðnu goðum í fossinn eftir að hafa ákveðið að Íslendingar skyldu taka upp kristindóm og hafna heiðnum siðum, svona opinberlega að minnsta kosti. Goðafoss er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is

Aðrir

Gistihúsið Staðarhóli
Gistiheimili
 • Staðarhóll, Aðaldalur
 • 641 Húsavík
 • 464-3707
Goðafossveitingar
Kaffihús
 • Fosshóll
 • 601 Akureyri
 • 464-3332
Fosshóll við Goðafoss
Gistiheimili
 • Fosshóll
 • 641 Húsavík
 • 464-3108