Sóti Travel - Sóti Lodge

Sóti Lodge býður viðskiptavinum gæðagistingu í Fljótum í hjarta Tröllaskaga, í sögulegu skólahúsi með útsýni yfir náttúru Fljóta frá strönd til tinda. Við leggjum áherslu á gestrisni, gæði og ábyrga ferðaþjónustu og bjóðum þægilega gistingu með hálfu fæði, þar sem lögð er áhersla á að nýta hráefni úr nærbyggðum.

Sóti Lodge býður gistingu og hálft fæði í sex tveggja manna herbergjum og einu þriggja manna, sem öll heita eftir fjöllum og vötnum í nágrenninu. Öll herbergin eru útbúin með salerni og sturtu. Mikið útsýni er til fjallaúr stofu og borðstofu. Herbergin eru hófleg að stærð, en tryggja notalega vist með stofuna í seilingarfjarlægð.

Sóti Travel - Sóti Lodge

Sólgarðar

GPS punktar N66° 3' 8.942" W19° 7' 4.944"
Sími

421-5500

Vefsíða www.sotilodge.is
Opnunartími Allt árið

ÆVINTÝRAPAKKI

Sóti býður til ævintýrahlaðborðs í Fljótum. Þátttakendur í ævintýrapakkanum munu taka þátt í fjölbreyttri dagskrá undir styrkri stjórn Gests Þórs Guðmundssonar leiðsögumanns, fara í fjallgöngur, fjallahjólaferðir og sigla á kayak, auk þess sem yoga verður í boði kvölds og morgna undir leiðsögn Sigrúnar Hrannar Ólafsdóttur yógakennara. Dagskráin hentar öllum, fjölskyldum, vinum og þeim sem vilja tengja sig við stórbrotna náttúru Tröllaskaga frá fjalli til fjöru.

Auglýstar dagsetningar miðast við eftirfarandi dagskrá (með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og aðstæðna):

11. - 14. júní
18. - 21. júní

9. - 12. júlí

Ævintýrapakki:

Dagur 1 - Fimmtudagur
16:00 – Mæting, Sóti Lodge
17:00 – Hópfundur, kynning á dagskrá
18:30 - Yoga– Hatha, áhersla á líkamsstöðu
20:00 - Kvöldmatur

Dagur 2 - Föstudagur
07:30 – Yoga upphitun
08:30 - Morgunmatur
09:30 – Fjallganga, nánar ákveðið síðar
13:00 - Hádegismatur úti í náttúrunni
15:30 – Gangið til baka
18:00 - Yoga - Flæði & djúpar teygjur
20:00 - Kvöldmatur

Dagur 3 - Laugardagur
08:00 - Yoga – Vinyasa, flæði til að vekja líkamann
09:00 - Morgunmatur
10:00 – Hjólaferð, nánar ákveðið síðar
12:30 - Hádegismatur úti í nátturunni
15:00 – Hjólað til baka
18:00 – Yoga, slökun og hugleiðsla
20:00 – Kvöldmatur

Dagur 4 - Sunnudagur

08:00 - Yoga - Vinyasa - Flæði til að vekja líkamann
09:00 - Morgunmatur
10:00 - Kayak á Siglufirði
13:30 - Hádegismatur úti í náttúrunni
Yoga, hugleiðsla
15:00 – Pakkað saman
16:00 - Heimför

Verð á þessari dagskrá, allt innifalið (matur, gisting, leiðsögn) er kr. 99.000.

Hafðu samband
Tilboð

FJALLAHJÓLALEIÐSÖGN

Fljótin bjóða upp á ótölulegan fjölda leiða fyrir spennta hjólagarpa. Þátttakendur í hjólapakkanum munu kynnast Fljótunum á nýstárlegan hátt með liðsinni Gets Þórs Guðmundssonar leiðsögumanns, Í þessari dagskrá er hjólað á nýjustu gerð rafmagnsfjallahjóla sem bjóða upp á áður óþekkta möguleika til yfirferðar og auka óneitanlega þægindi og ferðagleði. Kenndar verða yogateygjur undir leiðsögn Sigrúnar Hrannar Ólafsdóttur yógakennara til að vinna gegn eymslum sem geta fylgt upplifun.

Auglýstar dagsetningar miðast við eftirfarandi dagskrá (með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og aðstæðna):

26. -28. júní

3. -5. júlí
17. -19. júlí

31. júlí -2. ágúst

Fjallahjólaleiðsögn:

Dagur 1 - Föstudagur

15:00 - Mæting Sóti Lodge: hópfundur, kynning á dagskrá
16:30 - Hjóla neðri hluta Siglufjarðarskarðs
18:30 – Hathayoga: Líkamsstaða, tengd hjólum
20:00 - Kvöldmatur

Dagur 2 - Laugardagur
07:30 - Yoga - Upphitun fyrir daginn
08:30 - Morgunmatur
09:30 - Líkamstaða og stilling hjóla
10:30 – Keyrt á Siglufjörð, hjólað upp frá skíðasvæði
14:30 - Hádegismatur í Siglufjarðarskarði
15:30 – Hjólað niður Skarðsleið
17:00 – Ferðalok á Sóta Lodge
19:00 - Yoga - Slökun og teygjur
20:00 - Kvöldmatur Sóti Lodge

Dagur 3 - Sunnudagur
08:00 - Yoga - Upphitun fyrir daginn
09:00 - Morgunmatur
10:00 - Viðgerðir á hjólum
11:00 - Dalaleið hjóluð, frá Siglufirði eða Fljótum.
13:00 - Stoppa á miðri leið og fara yfir viðgerðir
16:00 – Ferðalok á Sóta Lodge
17:00 - Heimferð

Verð á þessari dagskrá, allt innifalið (matur, gisting, leiðsögn) er kr. 69.000.

Hafðu samband
Tilboð

Sóti Travel - Sóti Lodge - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands