Einfalt og ódýrt sem hentar vel þeim sem vilja ekki eyða of miklu í gistingu. Hér er lögð áhersla á að fólk bjargi sér sjálft og með því móti er hægt að halda verðinu í lágmarki. Oft er hægt að leigja 2-6 manna herbergi og eru hreinlætisaðstæður góðar. Fín aðstaða til að elda sinn eigin mat og oft er boðið uppá sameiginlegt rými þar sem fólk getur setið og spilað, lesið eða horft á sjónvarpið.
Farfuglaheimili eru sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki sem kýs einfaldan ferðamáta.
