Hlíð ferðaþjónusta

Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu.

Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt.

Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu.

Álfahlíð/Dvergahlíð: Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft. Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur, einnig er setustofa og snyrting með sturtu.

Andabyggð: Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi. 2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði.

Tjaldsvæði: Við bjóðum upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu. Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar. Ekki er mikill trjágróður á staðnum. Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði. Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það. Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur. Stórt eldhústjald er á svæðinu.

Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu, t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga. Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi, við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.

Hlíð ferðaþjónusta

Hraunbrún

GPS punktar N65° 38' 57.545" W16° 55' 5.858"
Fax

464-4305

Mývatnssveit - Sumarnætur í sveitinni - Hlíð ferðaþjónusta

Hvað er fallegra en bjartar sumarnætur í sveitinni? Frábær tilboð allan júní mánuð hjá Hlíð ferðaþjónusta í Mývatnssveit. 

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús. Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið en borga þarf sérstaklega fyrir notkun á rafmagni. Trjágróður er lítill en tjaldsvæðið er hlýlegt, rómantískar lautir í hrauninu, rúmgóðir grasbalar fyrir glaðværa hópa, og allt þar á milli. Svæðið er í um 1 km fjarlægð frá bökkum Mývatns sem gerir að verkum, ásamt því að það er ekki skógi vaxið, að lítið er um mýflugur. Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa kaffi, sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort. Stórt eldhústjald er á svæðinu.

 • Ein nótt á mann 2.000,-
 • Nótt á mann eftir það 1.500,-
Hafðu samband
Tilboð

Mývatnssveit - Júnítilboð á gistiheimili

Andabyggð

Tveggja manna herbergi með sér baðherbergi. Morgunverður er innifalinn. Andabyggð er staðsett í hraunjaðrinum norðan við Mývatn.

 • Ein nótt 13.000,-
 • 2 nætur 20.000,-
 • Vika 60.000,-

Smáhýsi

Svefnpokagisting í 9 m² húsi með 2* 80 cm breiðum rúmum eða hjónarúmi. Notaðar eru snyrtingar, sturtur og eldunaraðstaða í gistiskálanum eða á tjaldsvæðunum, hvort tveggja ca 50m í burtu.

 • Ein nótt 7.000,-
 • 2 nætur 12.000,-
 • Vika 36.000,-

Hostel

Svefnpokagisting í gistiskála, herbergin eru fjögurra manna með kojum. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar er sameiginlegt.

 • Ein nótt á mann 3.000,-
 • 2 nætur á mann 5.000,-
 • Vika á mann 14.000,-
Hafðu samband
Tilboð

Sumarhús við Mývatn

Sumahús

50 m² sumarhús með 22 m² svefnlofti. Í húsunum er snyrting með sturtu, eldunaraðstaða og setustofa. Þar eru 2 svefnherbergi, annað með tveimur 80 cm breiðum rúmum eða hjónarúmi og hitt með einu 140 cm breiðu rúmi, auk þess sem dýnur eru á svefnlofti, húsið er hugsað fyrir 4 en hentar líka fjölskyldu. Verð án rúmfata. Frábært útsýni yfir Mývatn.

 • Ein nótt 13.000,-
 • 2 nætur 20.000,-
 • Vika 60.000,-

Aska

Tveggja manna smáhýsi með öllum nútíma þægindum, wifi, baðherbergi og litlu eldhúsi. Uppábúin rúm án morgunverðar. Úsýni bæði frá húsinu og veröndinni er stórkostlegt. Tilvalið fyrir pör sem vilja extra lúxus.

 • Ein nótt 13.000,-
 • 2 nætur 20.000,-
 • Vika 60.000,-

Smáhýsi

Svefnpokagisting í 9 m² húsi með 2* 80 cm breiðum rúmum eða hjónarúmi. Notaðar eru snyrtingar, sturtur og eldunaraðstaða í gistiskálanum eða á tjaldsvæðunum, hvort tveggja ca 50m í burtu.

 • Ein nótt 7.000,-
 • 2 nætur 12.000,-
 • Vika 36.000,-
Hafðu samband
Tilboð

Mývatnssveit - Tilboð á gistingu í júní

Andabyggð

Tveggja manna herbergi með sér baðherbergi. Morgunverður er innifalinn. Andabyggð er staðsett í hraunjaðrinum norðan við Mývatn.

 • Ein nótt 13.000,-
 • 2 nætur 20.000,-
 • Vika 60.000,-

Smáhýsi

Svefnpokagisting í 9 m² húsi með 2* 80 cm breiðum rúmum eða hjónarúmi. Notaðar eru snyrtingar, sturtur og eldunaraðstaða í gistiskálanum eða á tjaldsvæðunum, hvort tveggja ca 50m í burtu.

 • Ein nótt 7.000,-
 • 2 nætur 12.000,-
 • Vika 36.000,-

Hostel

Svefnpokagisting í gistiskála, herbergin eru fjögurra manna með kojum. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar er sameiginlegt.

 • Ein nótt á mann 3.000,-
 • 2 nætur á mann 5.000,-
 • Vika á mann 14.000,-
Hafðu samband
Tilboð

Mývatnssveit - Einföld gisting á góðu verði

Svefnpokagisting í smáhýsi

Svefnpokagisting í 9 m² húsi með 2* 80 cm breiðum rúmum eða hjónarúmi. Notaðar eru snyrtingar, sturtur og eldunaraðstaða í gistiskálanum eða á tjaldsvæðunum, hvort tveggja ca 50m í burtu.

 • Ein nótt 7.000,-
 • 2 nætur 12.000,-
 • Vika 36.000,-

Svefnpokagisting í gistiskála

Svefnpokagisting í gistiskála, herbergin eru fjögurra manna með kojum. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar er sameiginlegt.

 • Ein nótt á mann 3.000,-
 • 2 nætur á mann 5.000,-
 • Vika á mann 14.000,-
Hafðu samband
Tilboð

Hlíð ferðaþjónusta - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Ferðaþjónustan Bjargi
Gistiheimili
 • Bjarg
 • 660 Mývatn
 • 464-4240
Askja - Mývatn Tours
Rútuferðir
 • Arnarnes
 • 660 Mývatn
 • 4641920
Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun
Gistiheimili
 • Helluhraun 15
 • 660 Mývatn
 • 464-4220
Gistiheimilið Stöng
Gistiheimili
 • Mývatnssveit
 • 660 Mývatn
 • 464-4252, 896-6074
Mývatnsmaraþon
Almenningshlaup
 • Hlíðavegur 6
 • 660 Mývatn
 • 867-8723
Safarihestar
Hestaafþreying
 • Álftagerði 3
 • 660 Mývatn
 • 464-4203 , 864-1121
Golfklúbbur Mývatnssveitar
Golfvellir
 • Stekkholt
 • 660 Mývatn
 • 856-1159
Náttúra
7.81 km
Höfði í Mývatnssveit

Höfði er klettatangi sem gengur út í Mývatn. Útsýni er allgott af Höfðanum yfir Mývatn, voga þess og víkur og er kjörinn staður til fuglaskoðunar. Kálfastrandarvogur liggur meðfram Höfðanum og er sérstæður fyrir hraundrangamyndanir í voginum og við hann. Þessir drangar heita Klasar og Kálfastrandarstrípar en Kálfastrandarvogur og umhverfi Höfða þykir með fegurstu stöðum við Mývatn.

Náttúra
6.89 km
Hverfjall

Í Hverfjalli er stór, hringlaga sprengigígur, um 140 m djúpur og um 1000 m í þvermál. Hverfjall er í röð fegurstu og reglubundnustu sprengigígamyndana sem getur að líta á Íslandi og talið í röð þeirra stærstu sinnar tegundar á jörðinni. Telja má víst að gígurinn hafi myndast við sprengigos og er aldur þess áætlaður 2800-2900 ár.

Náttúra
9.32 km
Mývatn

Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn á Íslandi, 37 km2 á stærð, mjög vogskorið og í því eru um 50 eyjar og hólmar. Rykmý setur mjög svip sinn á umhverfi Mývatns og af því dregur vatnið nafn sitt. Mývatn er mjög grunnt og sólarljós nær alls staðar til botns. Það sem einkennir lífið í Mývatni öðru fremur er mikill vöxtur og viðgangur vatnaþörunga og lífríkið er ákaflega fjölbreytilegt og merkilegt. Á botninum er mikið af kísilþörungaskeljum, ofar syndir hin alþekkta Mývatnsbleikja innan um vatnagróður og á bökkum vatnsins og í hólmum vex safaríkur gróður.
Á og við Mývatn er mikið og fjölbreitt fuglalíf. Einkum lifa þar vatna- og votlendisfuglar af ýmsum tegundum en þekktast er Mývatn fyrir fjölda andategunda sem á sumrin eru fleiri við vatnið en á nokkrum öðrum stað á jörðinni.
Mývatn er verndað með sérstökum lögum og er á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði ásamt Laxá sem úr því rennur.

Náttúra
9.16 km
Skútustaðagígar

Skútustaðagígar eru gervigígar sem mynduðust við gufusprengingu þegar hraun rann yfir votlendi. Gígarnir eru vinsæll staður til fuglaskoðunar og eru þeir friðlýstir sem náttúruvætti.

Náttúra
16.22 km
Stóra Víti

Stóra - Víti er gríðarstór sprengigígur um 300 m í þvermál. Gígurinn myndaðist við mikla gossprengingu við upphaf Mývatnselda árið 1724. Gosið stóð meira og minna samfellt í 5 ár en leirgrauturinn í Víti sauð í meira en heila öld á eftir.
Víti er við Kröflu og er malbikaður vegur þar upp að frá þjóðvegi númer 1.

Náttúra
5.24 km
Námafjall

Námafjall og umhverfi þess er háhitasvæði. Þétt sprungubelti liggur yfir allt Námafjallssvæðið, en meginuppstreymið er austan við fjallið og hefur það gengið síðustu ár undir nafninu Hverir. Á því svæði eru margir gufu- og leirhverir, en engir vatnshverir. Leirhverirnir eru stórir og áberandi, en gufuhverirnir eru margir borholur sem búið er að hlaða grjóti yfir. Jarðvegur er ófrjór og gróðurlaus á háhitasvæðinu og mjög súr vegna áhrifa hveraloftsins og brennisteins.

Náttúra
7.55 km
Grjótagjá

Grjótagjá er lítill hellir í Mývatnssveit og var eftirsóttur baðstaður á árum áður. Við jarðhræringarnar á þessum slóðum á árunum 1975-1984 hækkaði hitastig vatnsins svo mjög að ekki hefur verið hægt að baða sig þar síðan. Virkilega skemmtilegt að kíkja ofaní hellinn og láta sig dreyma um að baða sig í þessum flotta helli.

Þjóðgarðar
9.11 km
Mývatn verndarsvæði

Á og við Mývatn er mikið og fjölbreitt fuglalíf. Einkum lifa þar vatna- og votlendisfuglar af ýmsum tegundum en þekktast er Mývatn fyrir fjölda andategunda sem á sumrin eru fleiri við vatnið en á nokkrum öðrum stað á jörðinni.
Mývatn er verndað með sérstökum lögum og er á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði ásamt Laxá sem úr því rennur.

Náttúra
7.55 km
Dimmuborgir

Dimmuborgir eru dramatískar og sundurtættar hraunborgir með gróðri og kjarri. Í Dimmuborgum gefur að líta hvers konar furðumyndir, gatkletta og smáhella, en sá frægasti er líklega Kirkjan, há og mikil hvelfing sem er opin í báða enda. Það er ekki síður mikil upplifun að fara í Dimmuborgir yfir vetrartímann og í desember er hægt að heimsækja jólasveinana sem búa þar.

Aðrir

Mylla Restaurant
Veitingahús
 • Reykjahlid - Mývatn
 • 660 Mývatn
 • 594-2000
Kaffi Borgir
Veitingahús
 • Dimmuborgir
 • 660 Mývatn
 • 464-1144
Skútaís - Heimaafurð úr Mývatnssveit
Kaffihús
 • Skútustaðir 2b
 • 660 Mývatn
 • -
Gistiheimilið Stöng
Gistiheimili
 • Mývatnssveit
 • 660 Mývatn
 • 464-4252, 896-6074
Hella - Reykkofinn
Beint frá býli
 • Hella
 • 660 Mývatn
 • 464-4237