Stóraukin þjónusta við göngufólk hefur verið áberandi í ferðaþjónustu á Norðurlandi á síðustu árum. Mikill fjölbreytileiki er í gönguleiðum á Norðurlandi. Þannig má bæði finna þægilegar gönguleiðir fyrir alla fjölskylduna, t.d. í nágrenni Sauðárkróks, og krefjandi gönguleiðir, t.d. í nágrenni Hóla í Hjaltadal og víðar á Tröllaskaga. Í Fjörðum og víðar má skynja sögu horfinna byggða og víða í Húnavatnssýslum má rekja sig um slóðir fornsagna, t.d. Grettissögu. Við gönguferð má síðan auðveldlega tengja stangaveiði, safnaskoðun, siglingu, hvalaskoðun, selaskoðun, flúðasiglingar, hestaferð eða eitthvað annað. Reimaðu á þig gönguskóna, ævintýrin bíða þín fyrir norðan!
