Hringsbjarg

Hringsbjarg er staðsett á austanverðu Tjörnesi. Þaðan er stórbrotið útsýni yfir fjallgarð Öxafjarðar og heillandi svarta strönd sem er í nágrenninu og auðvelt að komast að.

Við Hringsbjarg er stór útsýnipallur, gott bílastæði og upplýsingaskilti. Þetta er hinn fullkomni staður til að stoppa og teygja úr sér, anda að sér fersku sjávarloftinu og njóta útsýnisins og kyrrðarinnar.

Í bjarginu er mikið fuglalíf sem gaman er að skoða.

788fed1646a07375caafe68520c2010b
Hringsbjarg
GPS punktar N66° 8' 17.184" W16° 56' 57.967"
Póstnúmer

641

Vegnúmer

85

Hringsbjarg - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands