Hvítserkur

Hvítserkur er sérkennilegur brimsorfinn klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því. Kletturinn er 15 metra hár. Hægt er að labba niður í fjöruna og skoða klettinn enn nánar, skemmtileg fjöruferð fyrir börnin.

Hvítserkur
GPS punktar N65° 36' 25.656" W20° 37' 32.617"
Vegnúmer

711

Hvítserkur - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands