Á Vatnsnesi er fjölskrúðugt dýralíf og þar er að finna ein aðgengilegustu og stærstu sellátur á landinu, þar sem skoða má landseli í töluverðu návígi. Aðstaða til selaskoðunar hefur verið byggð upp á Illugastöðum, Svalbarði og Ósum en athygli skal vakin á því að selaskoðunarstaðnum í Hindisvík hefur nú verið lokað.
Þar er að finna fagurt umhverfi og náttúruundur og má þar nefna Hvítserk og Borgarvirki. Þar er einnig að finna þekktar söguslóðir.
Hringvegurinn um Vatnsnes er um 90 km langur og að mestu malarvegur og fær allt árið um kring.
