Heitir pottar á Hauganesi

Sandvíkurfjara við Hauganes er eina aðgengilega sandfjaran á Norðurlandi sem snýr móti suðri. Fjaran hefur löngum verið leikvöllur barnanna í þorpinu og þar sem hún er grunn langt út hitnar sjórinn smávegis á sólríkum góðviðrisdögum.

Í fjöruna höfum við sett upp tvo stóra heita potta, sem eru með sírennsli á heita vatninu, og búningsaðstöðu. Frekari uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu og því óskum við eftir því að gestir setji 500kr á mann í sjóð fyrir notkun á aðstöðunni. Hægt er að greiða á Baccalá bar, með Aur og á staðnum. Pottarnir eru opnir frá 9-22 og ekki er heimilt að nota þá utan þess tíma nema láta vita og skrá ábyrgðarmann. Hafið samband við Baccalá Bar, s. 620 1035. Vöktun er á svæðinu með öryggismyndavélum en allir eru á eigin ábyrgð og við biðjum alla að ganga vel um!


Heitu pottarnir í fjörunni hafa vakið verðskuldaða athygli, má þar nefna umfjöllun á mbl.is: Sjósund mót sólríku suðri

Heitir pottar á Hauganesi
GPS punktar N65° 55' 22.644" W18° 18' 6.512"
Póstnúmer

620

Heitir pottar á Hauganesi - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Sky Sighting Iglúhús
Gistiheimili
 • Árbakki
 • 621 Dalvík
 • 852-7063
Apt. Hótel Hjalteyri
Hótel
 • Hjalteyri
 • 604 Akureyri
 • 8977070
The Viking Country Club
Gistiheimili
 • Richardshús
 • 601 Akureyri
 • 777-8300
L&L Bed&Breakfast
Gistiheimili
 • Árbakki
 • 621 Dalvík
 • 852-7063