Áskaffi er í Áshúsinu við Glaumbæ.
Þar inni ilmar allt af kaffi, heitu súkkulaði og nýbökuðu bakkelsi, eins og hjá ömmu.
Húsið var byggt árin 1883-1886 í Ási í Hegranesi en flutt til Glaumbæjar árið 1991. Áskaffi var opnað 1995 og hefur orðið óaðskiljanlegur hluti af heimsókn á sýninguna ´´Mannlíf í torfbæjum´´ í Glaumbæ.
Kaffistofan rúmar um 40 manns í sæti.
Súpa og brauð í hádeginu og sætt með kaffinu
Áshúsið er 7 km. frá vegamótum í Varmahlíð á þjóðvegi 1 og Sauðárkróksbraut nr. 75, sem Glaumbær stendur við.
Verið hjartanlega velkomin til okkar í Áskaffi.
Vinsamlegast hafið samband fyrir opnunartíma, en vegna covid breytast þeir ört.