Einishús

Glæsileg gistiaðstaða í fullbúnum nýjum húsum með svefnaðstöðu fyrir 4+, (þrif innifalin) og heitur pottur og grill með hverju húsi. Rúmföt innifalin.
Staðsetning Einishúsa er í Reykjadal í Þingeyjarsýslu og er í næsta nágreni við Mývatn, Ásbyrgi, Dettifoss, Goðafoss og Húsavík.Stærri húsin eru tvö: eins

uppbyggð, ( 48 fm.) með tveimur svefnherbergjum. í stærra herberginu er hjónarúm 153cm x 200cm en í minna herberginu eru kojur 90cm x 200cm. Gott baðherbergi með sturtu,einnig hárþurku. Á svefnlofti eru 4 góðar dýnur. Í alrými er sófasett, flatskjásjónvarp, útvarp með dvd og cd, borð og stólar fyrir 8 manns og einnig borðbúnaður. Eldavél, ísskápur og uppþvottavél er í húsunum einnig örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar og heitur pottur. Húsin eru leigð með uppbúnum rúmum fyrir 4, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á dýnur.

Minni húsin eru þrjú, með svipuðu sniði og hin stærri,en ( 28 fm ) með einu herbergi og þar eru tvö 90cm x 200cm. rúm. Gott baðherbergi með sturtu,einnig hárþurku. Í alrými er svefnsófi 143 cm.x 200cm, flatskjásjónvarp, dvd og cd, borð og stólar fyrir 5 manns, og einnig borðbúnaður, eldavélarhelluborð með 2 hellum, ísskápur, örbylgjuöfn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar, og heitur pottur . Húsin eru leigð með uppbúnum rúmum fyrir 2, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á svefnsófa.

Frítt internet í öllum húsum.

Hægt er að fá barnarúm ef óskað er.tr

Leigutaki skal vera orðinn 25 ára.

Gæludýr ekki leyfð. Reykingar bannaðar.

Lokaþrif eru innifalin

Húsin eru nútímalega hönnuð og eru staðsett í Reykjadal 60 km frá Akureyri og mitt á milli Húsavíkur og Mývatns. Þau eru öll með heitum potti. Laugar eru næsta þéttbýli og þar er veitingastaður og matvörubúð einnig sundlaug og banki. Við erum á svæði þar sem norðurljósin sjást mjög oft.Einishús

Einarsstaðir 2

GPS punktar N65° 44' 34.357" W17° 24' 12.823"
Vefsíða www.einishus.com
Opnunartími Allt árið

Einishús - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

North Aurora Guesthouse
Heimagisting
 • Lautavegur 8
 • 650 Laugar
 • 860-2206
Gistihúsið Staðarhóli
Gistiheimili
 • Staðarhóll, Aðaldalur
 • 641 Húsavík
 • 464-3707
KIP.is
Dagsferðir
 • Álfasteinn
 • 650 Laugar
 • 6505252
Hótel Rauðaskriða
Hótel
 • Rauðaskriða, Aðaldalur
 • 641 Húsavík
 • 8956730
Náttúra
10.78 km
Goðafoss

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring.

Goðafoss er einungis spölkorn frá þjóðvegi 1, vel merktur og ætti varla að fara fram hjá nokkrum sem þarna á leið um. Goðafoss á líka merkilegan sess í Íslandssögunni en Þorgeir Ljósvetningagoði kastaði hinum heiðnu goðum í fossinn eftir að hafa ákveðið að Íslendingar skyldu taka upp kristindóm og hafna heiðnum siðum, svona opinberlega að minnsta kosti. Goðafoss er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is

Aðrir

Gistihúsið Staðarhóli
Gistiheimili
 • Staðarhóll, Aðaldalur
 • 641 Húsavík
 • 464-3707
Hótel Rauðaskriða
Hótel
 • Rauðaskriða, Aðaldalur
 • 641 Húsavík
 • 8956730
Fosshóll við Goðafoss
Gistiheimili
 • Fosshóll
 • 641 Húsavík
 • 464-3108
Goðafossveitingar
Kaffihús
 • Fosshóll
 • 601 Akureyri
 • 464-3332