Glæsileg gistiaðstaða í fullbúnum nýjum húsum með svefnaðstöðu fyrir 4+, (þrif innifalin) og heitur pottur og grill með hverju húsi. Rúmföt innifalin.
Staðsetning Einishúsa er í Reykjadal í Þingeyjarsýslu og er í næsta nágreni við Mývatn, Ásbyrgi, Dettifoss, Goðafoss og Húsavík.Stærri húsin eru tvö: eins
uppbyggð, ( 48 fm.) með tveimur svefnherbergjum. í stærra herberginu er hjónarúm 153cm x 200cm en í minna herberginu eru kojur 90cm x 200cm. Gott baðherbergi með sturtu,einnig hárþurku. Á svefnlofti eru 4 góðar dýnur. Í alrými er sófasett, flatskjásjónvarp, útvarp með dvd og cd, borð og stólar fyrir 8 manns og einnig borðbúnaður. Eldavél, ísskápur og uppþvottavél er í húsunum einnig örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar og heitur pottur. Húsin eru leigð með uppbúnum rúmum fyrir 4, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á dýnur.
Minni húsin eru þrjú, með svipuðu sniði og hin stærri,en ( 28 fm ) með einu herbergi og þar eru tvö 90cm x 200cm. rúm. Gott baðherbergi með sturtu,einnig hárþurku. Í alrými er svefnsófi 143 cm.x 200cm, flatskjásjónvarp, dvd og cd, borð og stólar fyrir 5 manns, og einnig borðbúnaður, eldavélarhelluborð með 2 hellum, ísskápur, örbylgjuöfn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar, og heitur pottur . Húsin eru leigð með uppbúnum rúmum fyrir 2, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á svefnsófa.
Frítt internet í öllum húsum.
Hægt er að fá barnarúm ef óskað er.tr
Leigutaki skal vera orðinn 25 ára.
Gæludýr ekki leyfð. Reykingar bannaðar.
Lokaþrif eru innifalin
Húsin eru nútímalega hönnuð og eru staðsett í Reykjadal 60 km frá Akureyri og mitt á milli Húsavíkur og Mývatns. Þau eru öll með heitum potti. Laugar eru næsta þéttbýli og þar er veitingastaður og matvörubúð einnig sundlaug og banki. Við erum á svæði þar sem norðurljósin sjást mjög oft.