Fara í efni

Borgarsandur, Sauðárkróki

Borgarsandur er skemmtilegt útivistarsvæði við Sauðárkrók. Upphafspunktur er rétt við gatnamótin við veg nr. 744 og 75 (Þverárfjallsvegur-Sauðárkróksbraut). Hægt er að leggja bílum við grjótgarðinn við vestari enda Borgarsands, norðan við iðnaðarhverfið. Gengið er eftir svartri ströndinni og er hægt að ganga alla leið niður að ósum Héraðsvatna, fer allt eftir tíma og vilja hvers og eins. Á leiðinni er gengið fram hjá skipsflaki sem er orðið nokkurskonar kennileyti á sandinum. Flakið er af skipinu Ernunni sem dregin var frá Sauðárkrókshöfn í kringum 1970 en til stóð að brenna skipið við Borgarsand en ekki tókst betur til en hún brann ekki og endaði sem draugaskip í fjöruborðinu. Frábær staður fyrir ljósmyndara. Mjög gott aðgengi er að fjörunni allan ársins hring og er dásamleg upplifun að fara með börnin í fjöruna, skoða fugla, leika sér í sandinu, tína skeljar eða bjóða elskunni sinni í rómantíska göngu um sólarlag.

Bílastæði og vegnúmer að gönguleið.
Bílastæðið er malborið. Nr. 744 Þverárfjallsvegur (Þessi leið er við strandlengju Sauðárkróks).

Salerni, ruslafötur og drykkjarvatn.
Ekki til staðar.

Athugasemdir vegna gönguleiðar.
Undirlag er sandur.

Vinsamlegast gangið ekki utan stíga og virðið gróður og dýralíf.