Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gönguleið

Jörundarfell að norðanverðu

Bílastæði og vegnúmer að gönguleið.
Lagt á malarsvæði við hlið. Staðsett mitt á milli Másstaða og Hjallalands. Ef farin er þessi leið fram og tilbaka væri betra að leggja nær Hjallalandi og ganga þaðan

Salerni, ruslafötur og drykkjarvatn.
Engin salernisaðstaða eða ruslafötur. Hægt að sækja sér drykkjavatn í lindum í neðri hlutar leiðarinnar.

Athugasemdir vegna gönguleiðar.
Nauðsynlegt er að fara á réttum stöðum yfir gljúfur. Leiðin er ekki fyrir lofthrædda. Neðst er gróið undirlendi en svo mói og möl. Á kafla er laust undirlag í töluverðum bratta. Gæta þarf varúðar. Á loka kafla leiðarinnar er undirlendið laust grjót. Gæta þarf varúðar í lausu brattlendi.

Vinsamlegast gangið ekki utan stíga og virðið gróður og dýralíf.