Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Tjaldsvæðið á Hofsósi

Skjólgott tjaldsvæði með rafmagni með nýju aðstöðuhúsi, köldu og heitu vatni, sturtu og klósettlosun fyrir húsbíla. Stutt er í nýju, margverðlaunuðu sundlaugina á Hofsósi. Gaman er að skella sér í siglingu um eyjarnar eða í sjóstöng með www.hafogland.is (en þeir bjóða uppá daglegar ferðir tvisvar á dag), sundlaugina á Hofsósi, fá sér Fjóluís á Lónkoti, kíkja í Vesturfarasetrið eða fá sér að borða á Sólvík, já eða ganga í Þórðarhöfða sem er stórkostleg upplifun.. Upplýsingar um hvað hægt er að gera í Skagafirði er að finna á www.visitskagafjordur.is.

Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum fjórum tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.

Í júní verður haldin hin árlega Jónsmessuhátíð á Hofsósi. Hátíðin er vel sótt og miðuð að þörfum fjölskyldufólks. Sýningar, gönguferðir, böll, grillveisla, kjötsúpuveisla og vöfflukaffi er meðal þess sem í boði er.

Opnunartími
13. maí til hausts en endaleg lokun fer eftir veðri.

Flott aðstaða í fallegu umhverfi

4686_1___Selected.jpg
Tjaldsvæðið á Hofsósi

Við Hofsósbraut, bakvið grunnskólann

GPS punktar N65° 53' 53.696" W19° 24' 20.707"
Sími

899-3231

Opnunartími 13/05 - 12/09
Þjónusta Losun skólptanka Hundar leyfðir Almenningssalerni Sundlaug Íþróttavöllur Leikvöllur

Tjaldsvæðið á Hofsósi - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Lynghorse
Dagsferðir
  • Lynghóll
  • 551 Sauðárkrókur
  • 868-7224

Aðrir

Pakkhúsið
Söfn
  • 565 Hofsós
  • 530-2200, 453-7935

Aðrir

Veitingastofan Sólvík
Veitingahús
  • Sólvík
  • 565 Hofsós
  • 861-3463, 453-7930

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri