Flýtilyklar
Fuglaskoðun

Fuglalíf á Norðurlandi er afar fjölskrúðugt og á svæðinu er að finna margvísleg búsvæði fugla og fjölbreytileiki fuglafánunnar er óvíða meiri hér á landi. Votlendi er mikilvægt búsvæði margra íslenskra varpfuglategunda og á Norðausturlandi er að finna nokkur slík svæði sem fræg eru fyrir fjölskrúðugt fuglalíf. Má þar nefna Mývatns- og Laxársvæðið en þar er að finna flestar andategundir í heiminum. Önnur votlendissvæði eru t.d. óshólmar Eyjafjarðarár og Svarfaðardalur. Á Norðurlandi eru nokkur þekkt fuglabjörg og má þar nefna Grímsey, Rauðanúp og Langanes og í Lundey á Skjálfanda og Mánáreyjum eru stórar lundabyggðir. Einnig er töluvert af lunda við utanvert Tjörnes þar sem auðvelt er komast í návígi við hann og skoða.
Á Langanesi eru heimkynni fjölda fuglategunda. Bjargfuglinn, langvía, rita og fýll, verpir þar í Skoruvíkurbjargi og víðar þar sem fótfestu er að fá í björgum. Súlan er einkar tígnarlegur fugl og stundum nefnd drottning Atlantshafsins. Á klettadranginum Stórakarli undir Skoruvíkurbjargi er annað mesta súluvarp landsins. Meðan byggð var á utanverðu nesinu var eitt mesta kríuvarp á landinu í Skoruvík en krían er farin þaðan eins og fólkið. Enn er mikið um kríu um mitt nesið.
Bændagistingin Hofsstöðum
Geo Travel ehf.
NW Adventures ehf.
Sveitasetrið Gauksmýri
Sea Safari ehf. / Whale Safari / Mr. Puffin
Scandinavia Travel North ehf.
Langanesferðir
Ferðaskrifstofan Nonni
Strýtan Divecenter - Erlendur Bogason
Ferðaþjónustan á Hólum
Fuglasafn Sigurgeirs
Reykir Reykjaströnd Gistiheimili
Arctic Sea Tours ehf.
Tjaldsvæðið á Hofsósi
Hótel Mikligarður - Arctichotels
Gistiheimilið Gullsól
Sveitasetrið Hofsstöðum
Kaldbaks-kot Húsavík
Gentle Giants Whale Watching
Gistiheimilið Mikligarður - Arctichotels
Inspiration Iceland
Saga Travel
Hótel Tindastóll - Arctichotels
Aðrir
- Oddeyrarbót 2 / Torfunesbryggja
- 600 Akureyri
- 497-1000
- Smiðjuteigur 7
- 641 Húsavík
- 464-3940, 464-3941
- Reykjarhóll
- 570 Fljót
- 899-3183
- Suðurvíkurvegur 5
- 870 Vík
- 698-8890
- Hegranesi
- 551 Sauðárkrókur
- 453-6233
- Garðarsbraut 79
- 640 Húsavík
- 898-9853
- Ytri Bakki
- 601 Akureyri
- 896-3569