Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Golfvellir

akureyri4.jpg
Golfvellir

Golf nýtur mikilla vinsælda og fjöldi karla og kvenna í öllum aldurshópum sem stundar golf fer vaxandi. Á Norðurlandi hefur verið lögð mikil áhersla á að byggja upp góða golfvelli sem henta bæði byrjendum og einnig þeim sem eru lengra komnir. Jaðarsvöllurinn á Akureyri er 18 holu golfvöllur og er nyrsti golfvöllur heims í fullri stærð. Þar eru haldin mörg golfmót á hverju ári eins og Arctic open o.fl. Á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, í Eyjafirði og á Húsavík eru 9 holu golfvellir og í Reykjahlíð í Mývatnssveit er 6 holu völlur. Allir hafa þessir vellir sína sérstöðu með tilliti til legu og landslags og útiveran og hreyfingin endurnærir sál og líkama. Að leika golf í miðnætursólinni á Norðurlandi á síðsumarskvöldum er engu líkt.

Aðrir

Golfklúbburinn Ós
 • Vatnahverfi
 • 540 Blönduós
 • 452-4980
Golfklúbbur Akureyrar
 • Jaðar
 • 600 Akureyri
 • 462-2974
Golfklúbburinn Lundur
 • Fnjóskadalur
 • 601 Akureyri
 • 897-0760
Golfklúbburinn Hamar
 • Arnarholti Svarfaðardal
 • 620 Dalvík
 • 466-1204
Golfklúbbur Siglufjarðar
 • Íþróttamiðstöðin Hóll
 • 580 Siglufjörður
 • 4617730, 8486997
Golfklúbbur Fjallabyggðar
 • Skeggjabrekka
 • 625 Ólafsfjörður
 • 466-2611
Golfklúbbur Vopnafjarðar
 • Skúlatún
 • 690 Vopnafjörður
 • 894-4521
Golfklúbbur Skagastrandar
 • Höfði
 • 545 Skagaströnd
 • 892-5089
Golfklúbbur Húsavíkur
 • Katlavellir
 • 640 Húsavík
 • 464-1000
Golfklúbbur Mývatnssveitar
 • Stekkholt
 • 660 Mývatn
 • 856-1159

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri