Flýtilyklar
Golfvellir

Golf nýtur mikilla vinsælda og fjöldi karla og kvenna í öllum aldurshópum sem stundar golf fer vaxandi. Á Norðurlandi hefur verið lögð mikil áhersla á að byggja upp góða golfvelli sem henta bæði byrjendum og einnig þeim sem eru lengra komnir. Jaðarsvöllurinn á Akureyri er 18 holu golfvöllur og er nyrsti golfvöllur heims í fullri stærð. Þar eru haldin mörg golfmót á hverju ári eins og Arctic open o.fl. Á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, í Eyjafirði og á Húsavík eru 9 holu golfvellir og í Reykjahlíð í Mývatnssveit er 6 holu völlur. Allir hafa þessir vellir sína sérstöðu með tilliti til legu og landslags og útiveran og hreyfingin endurnærir sál og líkama. Að leika golf í miðnætursólinni á Norðurlandi á síðsumarskvöldum er engu líkt.
Golfklúbbur Skagafjarðar
Aðrir
- Fnjóskadalur
- 601 Akureyri
- 897-0760
- Stekkholt
- 660 Mývatn
- 856-1159
- Arnarholti Svarfaðardal
- 620 Dalvík
- 466-1204
- Katlavellir
- 640 Húsavík
- 464-1000
- Skeggjabrekka
- 625 Ólafsfjörður
- 466-2611
- Vatnahverfi
- 540 Blönduós
- 452-4980
- Skúlatún
- 690 Vopnafjörður
- 894-4521
- Höfði
- 545 Skagaströnd
- 892-5089
- Íþróttamiðstöðin Hóll
- 580 Siglufjörður
- 4617730, 8486997
- Jaðar
- 600 Akureyri
- 462-2974