Flýtilyklar
Gönguleiðir á Norðurlandi

Blátt – auðvelt
Góðir og sléttir stígar að jafnaði án teljandi hindrana eða erfiðleika.

Rautt – krefjandi
Leiðir og stígar sem geta falið í sér lengri óslétta og erfiða kafla og hindranir svo sem óbrúaða læki og minni ár, lausamöl, há uppstig o.s.frv

Svart – erfitt
Leiðir og stígar sem fela í sér hindarnir og erfiðleika á borð við stærri óbrúaðar ár, brattlendi og klettahöft, sem óvönum og við slæmar aðstæður getur verið hættulegt.
Dimmuborgir eru einstakar hraunmyndanir sem mynduðust fyrir u.þ.b. 2300 árum. Hraunmyndanir eins og þessar er hvergi annarsstaðar að finna á jörðinni nema neðan sjávar við strendur Mexíkó. Afar góðar göngustígar og því hentar gangan öllum og er mjög gott hjólastólaaðgengi.
Ganga upp á Reykjarhól eftir merktum skógarstígum. Upp á hólnum eru panoramamyndir af fjallahringnum með nöfnum og útsýnisskýfa. Á góðum degi er frábært útsýni yfir Húseyjarkvísl og út á fjörð.
Borgarsandur er skemmtilegt útivistarsvæði við Sauðárkrók. Upphafspunktur er rétt við gatnamótin við veg nr. 744 og 75 (Þverárfjallsvegur-Sauðárkróksbraut).
Súlur eru bæjarfjall Akureyrar, fjallstindar sem rísa yfir bænum í suðvestri. Vinsæl gönguleið liggur upp á tindana og tekur gangan um 4-6 klukkustund fram og tilbaka.
Tveggja daga gönguleið liggur um Jökulsárgljúfur, milli Dettifoss og Ásbyrgis. Fjölbreytileiki landslagsins er einstakur og andstæður í umhverfinu fanga augað við hvert fótspor: hrikaleg gljúfur, kyrrlátar tjarnir, tærar lindir, úfin jökulsá, gróskumikill skógur og grýttur melur.
Gangan hefst rétt norðan við golfvöll Skagstrendinga, Háagerðis völl. Gengið er í gegnum hlið og stikunum fylgt yfir holtið. Farið er framhjá vatnsgeymi golfvallarins og meðfram lágum, grasivöxnum hlíðum. Þar eykst brattinn og gróðurinn minnkar. Stefnt er að stórum, stökum steini sem nefndur er Álfasteinn.
Múlakolla er gjarnan kölluð útvörður fjarðarins og er hún 984 m.y.s. en þaðan er útsýn stórkostleg og sést vítt um fjöll og dali.
Gengið í gengum þorpið, niður að sjó, og norður Nónás. Mjög gott útsýni yfir Raufarhöfn og út á Þistilfjörð. Hægt er lengja leiðina með því að fara áfram upp að Heimskautsgerði. Falleg og létt leið fyrir alla.
Ein stutt og ein löng gönguleið um hina kyngimögnuðu Skútustaðagíga.