Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Samgönguminjasafn Skagafjarðar

Samgönguminjasafnið í Stóragerði var opnað formlega þann 26. júní 2004 af Ársæli Guðmundssyni þáverandi sveitastjóra Skagafjarðar. Safnið var þá 600fm salur með lítilli gestamóttöku. Á nokkrum árum var umfangið á safninu orðið það mikið að stækka þurfti salinn um 800fm ásamt gestamóttökunni, byrjað var á því haustið 2010 og var full klárað fyrir sumarið 2013. í dag eru 95 tæki til sýnis í salnum og má þar nefna bíla, rútu, motorhjól, sleða, búvélar, flugþyt og ekki má gleyma öllu því smádóti sem tengist samgöngusögu Íslendinga. Fyrir utan safnið og í kringum það má svo áætla að séu í kringum 250-300 bílar og tæki í misgóðu ásigkomulagi sem flestum gestum okkar þykir ótrúlega gaman að skoða. Verkstæði safnsins stendur sunnan við safnið og er öll uppgerð á bílum og tækjum unnin þar.
Eigendur safnsins eru Gunnar Kr. Þórðarson og Sólveig Jónasdóttir. Gunnar er menntaður bifvélavirkjameistari og Sólveig er grunnskólakennari. Gunnar er með brennandi áhuga á samgönguminjum og frá unga aldri hefur hann sjálfur safnað stórum hluta sýningargripanna. Gunnar hefur svo í gegnum árin gert upp bæði bíla og vélar og vel tekist til. En til að varðveislan væri sem best fyrir safngripina þurfti að byggja skemmu og var því lítið annað í stöðunni en að opna þetta glæsilega safn fyrir gesti og gangandi.
Það er svo gaman að segja frá því að eftir að safnið opnaði hafa nokkrir gestanna gefið safninu bíla og vélar í þannig ástandi að lítið eða ekkert hefur þurft að eiga við þá og er það ómetanlegt. Bræður Gunnars þeir, Sigurmon Þórðarson á Hofsósi og Páll Hólm Þórðarson í Kópavogi hafa svo í gegnum árin verið afar hjálpsamir við upperð á hinum ýmsu tækjum ásamt því að sækja nýja sýningargripi út um allt land.

Formleg opnun safnsins er frá 1 júní til 30.september og er opið alla daga vikunnar frá 11-18. Aðsókn á safnið hefur farið ört vaxandi seinustu árin og eru íslendingar mjög duglegir að sækja safnið og seinustu tvö árin hafa erlendir ferðamenn sótt safnið í auknu mæli heim þá sérstaklega frá Þýskalandi, Austurríki og Hollandi.
Við tökum á móti hópum eftir samkomulagi bæði fyrir og eftir að formlegri opnun safnsins líkur. Á vorin hafa skólahópar alls staðar af landinu verið mjög duglegir að heimsækja okkur og verið mjög ánægðir. Þá hafa eldriborgarar einnig verið duglegir að koma og gaman að sjá hvað lifnar yfir fólki þegar það sér bíla/tæki sem vekja upp gamlar minningar. Óvissuferðir fyrir starfsmenn fyrirtækja eru alltaf að verða vinsælli og hafa nokkrir skemmtilegir hópar komið við hjá okkur.
Aðstaðan til að taka á móti stórum hópum jókst til muna þegar aðtöðuhúsið stækkaði og er gaman að segja frá því að salurinn tekur allt að 70 manns í sæti. Þá höfum við verið að leigja hann út fyrir allskonar tilefni og reynst mjög. Sumarið 2015 byrjuðum við að halda kaffihlaðborð í salnum og tókst vonum framar. Þau eru núna fastur liður í starfsemi safnsins yfir sumartímann.

Samgönguminjasafn Skagafjarðar

Stóra Gerði

GPS punktar N65° 48' 28.133" W19° 18' 31.558"
Opnunartími Allt árið
Flokkar Söfn , Sýningar

Samgönguminjasafn Skagafjarðar - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Á Sturlungaslóð
Sýningar
 • Frostastöðum
 • 560 Varmahlíð
 • 455 6161
Sauðárkrókur - Flugfélagið Ernir
Innanlandsflug
 • Sauðárkróksflugvöllur
 • 550 Sauðárkrókur
 • 562-4200
Lynghorse
Hestaafþreying
 • Lynghóll
 • 551 Sauðárkrókur
 • 868-7224
Saga og menning
14.80 km
Hólar í Hjaltadal

Hólar eru einn sögufrægasti staður Íslands og biskupssetur um aldir, auk þess voru Hólar höfuðstaður Norðurlands í yfir 700 ár. Á Hólum hefur staðið kirkja frá 11. öld en núverandi dómkirkja á Hólum var vígð árið 1763. Hóladómkirkja er elsta steinkirkja á Íslandi. Hólaskóli tók til starfa árið 1882 sem bændaskóli en skólahald á staðnum má rekja allt aftur til upphafs biskupssetursins. Fornleifauppgröftur hefur farið fram á Hólum síðustu ár og hafa yfir 40 þúsund munir fundist og eru nokkrir þeirra til sýnis í gamla skólahúsinu.

Aðrir

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
Bóka- og skjalasöfn
 • Safnahúsið við Faxatorg
 • 550 Sauðárkrókur
 • 455-6075
Járnsmiðja Ingimundar Bjarnasonar
Sýningar
 • Suðurgata 5
 • 550 Sauðárkrókur
 • 453-5389, 453-5020
Safnahúsið
Söfn
 • Faxatorg
 • 550 Sauðárkrókur
 • 453-6640
Pakkhúsið
Söfn
 • 565 Hofsós
 • 530-2200, 453-7935
Hóladómkirkja
Söfn
 • Hólar í Hjaltadal
 • 551 Sauðárkrókur
 • 453-6300
Á Sturlungaslóð
Sýningar
 • Frostastöðum
 • 560 Varmahlíð
 • 455 6161

Aðrir

Bláfell
Verslun
 • Skagfirðingabraut 29
 • 550 Sauðárkrókur
 • 453 6666, 860 2088
Sauðárkróksbakarí
Kaffihús
 • Aðalgata 5
 • 550 Sauðárkrókur
 • 455-5000
Veitingastofan Sólvík
Veitingahús
 • Sólvík
 • 565 Hofsós
 • 861-3463, 453-7930
N1 - Þjónustustöð
Kaffihús
 • Ártorg 4
 • 550 Sauðárkrókur
 • 455-7070

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri