Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Sögusetur Íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal er staðsett í gamla hesthúsinu á Hólum sem byggt var árið 1931 á grunni gamla skólahússins er brann. Árið 2010 var húsið gert upp og í því opnuð yfirlitssýningin Íslenski hesturinn og sérsýningin Hesturinn í náttúru Íslands.
Sögusetrið býður einnig uppá á fastar skoðunarferðir og sérferðir fyrir hópa í hesthúsbyggingar Hólaskóla.

Á Sögusetri íslenska hestsins hafa verið settar upp myndir Guðbjargar Guðmundsdóttur á sölusýningu sem heitir Hesturinn: ferðafélagi og fararskjóti.

Um myndir sínar segir Guðbjörg: "Það er alltaf jafn mögnuð upplifun að vera með hrossarekstur, nú eða bara að vera á hestbaki úti í náttúrunni og upplifa frelsi og frið. Einhvern veginn verður allt dægurþras eftir þegar farið er í hnakkinn og veröldin verður tímalaus. Hestaferðir byggjast mikið á því að fá aðstoð frá heimamönnum. Að öðrum ólöstuðum sem hafa aðstoðað okkur eru myndir af tveim lífsreyndum hjálparhellum á sýningunni."

Sýningin er opin í sumar á sama tíma og Sögusetrið, alla daga klukkan 13-19 eða eftir samkomulagi í síma 845-8473.

Opnunartími: Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
1. júní - 15. september: 13:00-19:00 13:00-19:00 13:00-19:00
16. september - 31. maí: 13:00-16:00 Lokað Lokað
Á veturna er lokað á föstudögum. Einnig opið á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Sögusetur Íslenska hestsins

Hólar, Hjaltadalur

GPS punktar N65° 43' 57.866" W19° 6' 45.596"
Vefsíða www.sogusetur.is
Opnunartími Allt árið
Flokkar Söfn , Sýningar

Sögusetur Íslenska hestsins - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Lynghorse
Dagsferðir
  • Lynghóll
  • 551 Sauðárkrókur
  • 868-7224
Saga og menning
0.08 km
Hólar í Hjaltadal

Hólar eru einn sögufrægasti staður Íslands og biskupssetur um aldir, auk þess voru Hólar höfuðstaður Norðurlands í yfir 700 ár. Á Hólum hefur staðið kirkja frá 11. öld en núverandi dómkirkja á Hólum var vígð árið 1763. Hóladómkirkja er elsta steinkirkja á Íslandi. Hólaskóli tók til starfa árið 1882 sem bændaskóli en skólahald á staðnum má rekja allt aftur til upphafs biskupssetursins. Fornleifauppgröftur hefur farið fram á Hólum síðustu ár og hafa yfir 40 þúsund munir fundist og eru nokkrir þeirra til sýnis í gamla skólahúsinu.

Aðrir

Hóladómkirkja
Söfn
  • Hólar í Hjaltadal
  • 551 Sauðárkrókur
  • 453-6300

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri