Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ásar Guesthouse

Ásar Guesthouse er fallegt, lítið gistiheimili með fjórum tveggja manna herbergjum og tveimur baðherbergjum. Gestir hafa aðgang að stofu og setustofu með sjónvarpi.

Við dekrum við gestina okkar á allan hátt svo dvölin verði sem eftirminnilegust.

Girnilegur morgunverður er innifalinn í gistingunni og ilmur af nýbökuðu brauði tekur á móti gestum þegar þeir koma á fætur.

Gistiheimilið er staðsett í Eyjafjarðarsveit, aðeins 10 km. frá Akureyri, umvafið fallegum fjöllum í fullkominni kyrrð og ró.

Í Eyjafjarðarsveit má finna margs konar afþreyingu, veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og gallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur.

Ásar Guesthouse er opið allt árið og vel staðsett fyrir skíðaáhugafólk sem vill nýta sér frábær skíðastaði í nágrenninu.

Heitur pottur er á veröndinni með fallegu útsýni yfir fjörðinn og til Akureyrar.

Fátt er betra en að láta líða úr sér eftir daginn í heitum potti og á fallegum vetrarkvöldum með stjörnubjartan himinn eða dansandi norðurljós.

Ásar Guesthouse

Ásar

GPS punktar N65° 36' 30.918" W18° 2' 15.530"
Sími

863-1515

Gisting 4 Herbergi / 8 Rúm
Opnunartími Allt árið
Flokkar Gistiheimili

Ásar Guesthouse - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Paddle North Iceland
Ferðasali dagsferða
  • Steinahlíð 3H
  • 603 Akureyri
  • 696-4044
600 Norður sf.
Ferðasali dagsferða
  • Heiðarlundur 6a
  • 600 Akureyri
  • 659-6758

Aðrir

Freyvangsleikhúsið
Kaffihús
  • Freyvangur
  • 601 Akureyri

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri