Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

CJA gisting

Hjónin Cornelia og Aðalsteinn hafa breytt einbýlishúsi á jörðinni sinni, Hjalla í Reykjadal, í lítið fjögurra herbergja gistiheimili. Þau bjóða upp á einföld og ódýr herbergi með morgunverði í kyrrlátu umhverfi og heimilislegu andrúmslofti. Hægt er að fá einfaldan heimiliskvöldmat ef pantað er með fyrirvara.
Hjalli er einstaklega vel staðsettur í eingöngu 2 km fjarlægð frá byggðarkjarnanum að Laugum - nærri nauðsynjum og náttúruperlum en um leið aðeins út úr iðju og asa. Ekið er eftir malarvegi sem liggur suður frá Laugum austan Reykjadalsár (þjóðvegur 1 er vestan við ánna). Við Hjallaveginn standa nokkur hús, bæir og sumarbústaðir en vegurinn endar svo aðeins frá því öllu, á Hjalla. Þá má geta þess líka að Hjalli er skógræktarjörð og umhverfið tilvalið til göngu og útivistar auk þess sem þar má bæði finna ber og sveppi.

Aðalsteinn og Cornelia leggja áherslu á persónulega þjónustu, hlýlegt viðmót og slakandi umhverfi

CJA gisting

Hjalli

GPS punktar N65° 42' 5.164" W17° 21' 2.133"
Sími

464-3757

Vefsíða www.cja.is
Gisting 9 Rúm
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Reykingar bannaðar Heimilisveitingar Hótel / gistiheimili Aðgangur að interneti Tekið við greiðslukortum
Flokkar Gistiheimili

CJA gisting - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Gistihúsið Staðarhóli
Gistiheimili
  • Staðarhóll, Aðaldalur
  • 641 Húsavík
  • 464-3707
Náttúra
15.73 km
Goðafoss

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður í 4 meginhlutum. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring.

Klettar á skeifulaga fossbrúninni greina Goðafoss í tvo meginfossa sem eru 9 og 17 metra háir og steypast fram af hraunhellunni skáhalt á móti hvor öðrum.
Goðafoss er einungis spölkorn frá þjóðvegi 1, vel merktur og ætti varla að fara fram hjá nokkrum sem þarna á leið um. Fyrir þeim sem koma að austan blasir hann við þegar ekið er ofan af Fljótsheiði.

Aðrir

Gistihúsið Staðarhóli
Gistiheimili
  • Staðarhóll, Aðaldalur
  • 641 Húsavík
  • 464-3707

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri