Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fell Cottages

Jörðin Fell er á Norðausturlandi, nánar tiltekið á svonefndri

Langanesströnd, sem liggur milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Frá Felli

eru 13 km til Þórshafnar, 32 km til Bakkafjarðar og 55 km til

Vopnafjarðar, stærsta þéttbýliskjarnans á svæðinu. Fell stendur stutt

frá sjó í mikilli náttúrufegurð og rólegu umhverfi undir fellinu sem

bærinn dregur nafn sitt af, Smyrlafelli. Við bænum blasir einnig

Gunnólfsvíkurfjall, 719 metra hátt og tignarlegt.

Boðið er uppá gistingu í 2 sumarhúsum.

Smyrill 15 fm hús með 2 rúmum og 1 efri koju, snyrting en ekki sturta. Eldunaraðstaða.

Fálki 25 fm hús með 2 rúmum í sérherbergi og svefnsófa fyrir 2 í alrými. Baðherbergi með sturtu. Eldunaraðstaða.

Gestgjafar á Felli eru Dagrún Þórisdóttir og Reimar Sigurjónsson, ásamt

dætrum sínum, Stefaníu, Vilborgu og Helgu.

Verið velkomin í gistingu að Felli.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Fell Cottages

Fell

GPS punktar N66° 7' 16.705" W15° 10' 11.791"
Vefsíða fellcottages.is
Opnunartími Allt árið
Flokkar Sumarhús

Fell Cottages - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri