Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Galsi Horse Rental

Hestaleigan Galsi er staðsett í Arnargerði 33 (hesthúsahverfi) á Blönduósi og býður upp á skipulagða útreiðatúra. Hver ferð tekur um eina og hálfa klukkustund en einnig er hægt að panta lengri ferðir. Ferðirnar eru um víðsýnt, fallegt og friðsælt umhverfi sem liggur m.a. meðfram Blöndu. Gestir eiga vart orð til að lýsa ánægju sinni og eru þeir á öllum aldri, sá elsti vel yfir áttrætt. Flestir hafa ekki áður stigið á bak hesti, en það kemur ekki að sök því hestarnir skynja getu reiðmannsins og stýra í raun ferðinni. Allir gestir fá stutta kennslu áður en lagt er í reiðtúrinn. Starfsmaður metur hverju sinni hversu krefjandi ferð verður farin. Alltaf eru tveir starfsmenn með í för, fremst og aftast. Galsi býður jafnframt upp á reiðnámskeið fyrir alla aldurshópa eftir samkomulagi. Galsi reynir að koma til móts við sérstakar óskir gesta, t.d. eru reiðtúrar á fallegum sumarkvöldum vinsælar. Ef þess er óskað þá eru gestir sóttir á gististað á Blönduósi. Hestaleigan Galsi hefur öll tilskilin leyfi og tryggingar. Eigendur Galsa eru Jón Ragnar Gíslason og Gunnlaug S. Kjartansdóttir.

Verðlisti:

6.500.- kr. á mann í rúmlega 90 mín.
2.500.- kr. teymt undir í um 20 mín.

5516_1___Selected.jpg
Galsi Horse Rental

Arnargerði 33

GPS punktar N65° 39' 13.431" W20° 15' 34.079"
Sími

692-0118

Vefsíða www.galsi.is
Opnunartími Allt árið

Galsi Horse Rental - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri