Flýtilyklar
Glaumbær í Skagafirði
Glaumbær er fornt höfuðból, og þar hafa búið miklir og ríkir höfðingjar. Sá nafntogaðasti þeirra er líklega Teitur Þorleifsson lögmaður (d. 1537). Prestar hafa setið í Glaumbæ frá árinu 1550. Í Glaumbæ er stór torfbær af norðlenskri gerð. Höfundar allra bæjarhúsanna eru ekki þekktir, en sr. Jón Hallsson (1809-94) prófastur lét reisa framhúsin og baðstofuna, sem er öftust bæjarhúsa, á árunum 1876-79.
Opnunartímar eru sem hér segir:
1/4 - 19/5: 10:00-16:00 virka daga
20/5 - 20/9: 09:00-18:00 alla daga
21/9 - 20/10: 10:00-16:00 virka daga
Á öðrum tímum er opið samkvæmt samkomulagi.
Aðgangseyrir:
1200 kr. einstaklingar
900 kr. hópar & námsmenn
0 kr. fyrir 15 ára og yngri
Alls eru húsin 14 að tölu og þar af 6 í framhúsaröð. Engin útihús hafa varðveist.
Búið var í bænum til ársins 1947 og sama ár var hann tekinn í vörslu Þjóðminjasafnsins. Strax var ráðist í töluverðar viðgerðir á húsunum. Byggðasafn Skagfirðinga var formlega stofnað árið 1948 og hefur haft afnot af Glaumbæ síðan þá.Undanfarin ár hefur mikið verið gert við einstök hús, en eins og gengur um torfbæi þarf að halda þeim við reglulega til þess að koma í veg fyrir umfangsmiklar skemmdir.
Glaumbær
Glaumbær í Skagafirði - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands