Flýtilyklar
Hótel Gígur - Keahotels
Hótel Gígur er staðstet á einum fallegasta áfangastað Íslands á suðurströnd Mývatns. Hótelið dregur nafn sitt af hinum frægu Skútustaðagígum sem setja svip sinn á bakgarð hótelsins.
Á Hótel Gíg eru 37 herbergi þar sem útlit og yfirbragð tengja vel við náttúruna sem umlykur hótelið. Mildir litatónar, hlýleg áferð og notaleg sveitastemning einkenna hönnunina sem er toppuð með ullarteppi frá Geysi á hverju rúmi. Herbergin eru öll búin sérbaðherbergi með sturtu, hárblásara og nettu skrifborði. Nettenging nær til allra rýma hótelsins og er gestum að kostnaðarlausu.
Á hótelinu er einkar glæsilegur veitingasalur með stórkostlegt útsýni yfir vatnið. Salirnir í heild taka 120 manns í sæti og eru því tilvaldir fyrir stærri og smærri fögnuði. Úr veitingasalnum er hægt að ganga út á stóra verönd þar sem er frábært að setjast niður í góðu veðri og slaka á eftir ævintýri dagsins. Gestir hótelsins hafa aðgang að gjaldfrjálsum bílastæðum fyrir framan hótelið.
Skútustaðir Mývatn
464-4279
Hótel Gígur - Keahotels - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands