Flýtilyklar
Sundlaugin Húsavík
Opnunartímar eru sem hér segir:
Sumar:
Virkir dagar: 06:45-21:00
Laugardagar og sunnudagar: 10:00-18:00
Vetur:
Virkir dagar: 06:45-09.30 og 14:30-21:00
Laugardagar og sunnudagar: 11:00-16:00
Finnið okkur á Facebook hér.
Laugarbrekka 2
Sundlaugin Húsavík - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Gistiheimili
Saltvík ehf.
Gistiheimili
Skjálfandi apartments
Tjaldsvæði
Camping 66.12° north
Gistiheimili
Gistiheimilið Árból
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Húsavík
Íbúðir
Tungulending
Gistiheimili
Húsavík Guesthouse
Hótel
Husavik Cape Hotel
Hótel
Fosshótel Húsavík
Aðrir
- Hof
- 640 Húsavík
- 894-0872
- Reykjahverfi
- 641 Húsavík
- 464-3903
- Aðaldalur
- 641 Húsavík
- 464-3677, 894-6477
- Aðaldalur
- 641 Húsavík
- 464-3695
- Héðinsbraut 11
- 640 Húsavík
- 852-0010
- Vallholtsvegur 9
- 640 Húsavík
- 8660882
- Garðarsbraut 21
- 640 Húsavík
- 4192844
- Kaldbakur
- 640 Húsavík
- 892-1744, 862-1504, 862-1504
- Höfði 24
- 640 Húsavík
- 463-3399
Náttúra
Húsavíkurfjall
Húsavíkurfjall er 417 metrar og er þægileg gönguleið er á fjallið frá þjóðvegi norðan Húsavíkur. Byrjað er hjá tjaldsvæðinu og gengið eftir góðum bröttum vegslóða. Fallegt útsýni yfir Húsavík og Skjálfanda. Einnig sjást eyjurnar Flatey og Lundey.
Náttúra
Höfðagerðissandur
Höfðagerðissandur heitir breið sandfjara milli Héðinshöfða og Eyvíkur. Höfðagerðissandur er vinsælt útivistarsvæði Tjörnesinga og Húsvíkinga og er talvalin staður fyrir göngu- og hlaupatúra. Frá fjörunni sést til Lundeyjar. Höfðagerðissandur er 5km norðan við Húsavík, keyrt er úr bænum framhjá PCC og átt að Tjörnesi og er afleggjari til vinstri þar sem er hægt að leggja bílnum.
Náttúra
Botnsvatn
Botnsvatn er skammt suðaustan Húsavíkur. Það er 1,05 km² og í 130 m hæð yfir sjó. Ekið er upp úr miðjum Húsavíkurbæ, eftir Ásgarðsvegi og eftir um 3 mín akstur blasir vatnið við. Búðará fellur úr því í gegnum Húsavík til sjávar.
Hægt er að ganga hringinn kringum vatnið sem er 5,4 km langur. Einnig er hægt að ganga frá Skrúðgarði eftir merktum göngustíg upp með Búðará að Botnsvatni.
Saga og menning
Menningarmiðstöð Þingeyinga
Menningarmiðstöð Þingeyinga annast m.a. Byggðasafn Þingeyinga, Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Ljósmyndasafn Þingeyinga, Náttúrugripasafn Þingeyinga og Myndlistasafn Þingeyinga. Höfuðstöðvar þess eru í Safnahúsinu á Húsavík en einnig annast MÞ rekstur Byggðasafnsins að Grenjaðarstað og að Snartarstöðum við Kópasker.
Náttúra
Tjörnes
Tjörnes er smár skagi á milli Skjálfandaflóa og Öxarfjarðar. Kaupstaðurinn Húsavík stendur sunnarlega á nesinu. Úti fyrir Tjörnesi eru þrjár smáeyjar, Lundey er stærst þeirra, en hinar tvær heita Háey og Lágey.
Á vestan- og norðanverðu nesinu renna nokkur vatnsföll til sjávar en flest þeirra eru vatnslítil. Í fjörunni er mikill og stór steinn, sem borist hefur með hafís frá Grænlandi. Heitir hann Torfasteinn og er við hann tengd þjóðsaga.
Nyrst á Tjörnesi er jörðin Máná og úr landi þeirrar jarðar hafa verið byggð 2 nýbýli, Árholt og Mánárbakki. Á hinu síðarnefnda er veðurathugunarstöð og hefur verið frá því býlið byggðist 1963 en veðurathugunarstöðin var stofnsett á Máná 1956. Á Mánárbakka hefur einnig verið starfrækt rannsóknarstöð norðurljósa á vegum japanskra vísindamanna síðan 1984. Á Mánárbakka er einnig minjasafn þar sem finna má marga athyglisverða muni.