Flýtilyklar
Kaupfélagið Raufarhöfn
Aðalbraut 24
Kaupfélagið Raufarhöfn - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Aðalbraut 24
Kaupfélagið Raufarhöfn - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Heimskautsgerðið er sprottið upp úr vangaveltum Erlings Thoroddsen um hvernig hægt er að virkja endalausa víðáttu, þar sem ekkert skyggir á sjóndeildarhringinn, heimskautsbirtuna og miðnætursólina. Inn í þessum vangaveltum kom hugmyndin að nota dvergatal Völuspár og Snorra Eddu og dusta rykið af fornum sagnaheimi og færa til nútíðar. Utan um þennan hugarheim rís Heimskautsgerðið á Melrakkaási við Raufarhöfn. Haukur Halldórsson listamaður tók þátt í hugmyndavinnu með Erlingi, gerði skissur og líkan sem stuðst er við.
Heimskautsgerðið er um 50 metrar í þvermál, 6 metra há hlið vísa til höfuðáttanna. Í miðju hringsins er 10 metra há súla á fjórum stöplum, sem áform eru uppi um að skarti kristaltoppi sem brýtur sólarljósið og varpar geislum sólar um allt Gerðið. Fjórir skúlptúrar eru inní Gerðinu hvert með sínu sniði. Pólstjörnubendir sem vísar á Pólstjörnuna. Hásæti sólar þar sem birtan í ákveðinni stöðu boðar sumarkomu. Geislakór er rými á milli hárra stöpla þar sem hægt verður að setjast niður, tæma hugann og endurnýja orku sína. Altari elds og vatns sem virkjar frumkraftana.
Inni Gerðinu verður árhringur dverga, steinar sem hver um sig tákna ákveðinn dverg. Þessir dvergar eru alls 72 talsins og er getið í íslenskum fornbókmenntum. Með þeim fjölda á hver dvergur sitt "vik" í árinu, ef miðað er við 5 daga viku. Með því að tengja nöfn dverganna við árstíðir, eins og til dæmis nafnið Vetrarfaðir á fyrsta vetrardag þá ganga nöfnin upp eftir því hvar í árinu þeir lenda sem myndar 72 vikur. Árhringur dverga er þannig orðinn einskonar almanak, þar sem hver dvergur ræður 5 dögum. Til dæmis Várkaldur í viku vors, Bjartur í viku sumars þegar nætur eru bjartar og Dvalinn í haustviku þegar allt leggst í dvala fyrir veturinn. Enginn hefur getað útskýrt tilurð eða hlutverk dverganna í Völuspá nema þeirra Austra, Vestra, Norðra og Suðra, sem halda uppi himninum. Í hugmyndafræði Heimskautsgerðisins hefur öllum dvergum verið gefið hlutverk og þeir verið persónugerðir. Þannig er hægt að tengja dvergana við afmælisdaga og mynda tengsl við þá. Dvergarnir eru svo hluti af tímabilum goðanna sem eru gömlu mánuðirnir. Þegar á árið er litið sést að það eru 6 dvergar sem tilheyra hverjum (gamla) mánuði og hver mánuður tilheyrir ákveðnu goði. Hliðin, Austri, Vestri, Norðri og Suðri, á milli stöplanna vísa mót höfuðáttunum, þannig að miðnætursólin sést frá suðurhliði gegnum miðsúlu og norðurhlið, á sama hátt og sólarupprás sést frá vesturhliði í gegn um miðsúlu og austurhlið. Samspil ljóss og skugga sýnir eyktamörkin.
Nánari upplýsingar um hugmyndafræði Heimskautsgerðisins er að finna á heimasíðunni www.heimskautsgerdi.is.
Heimskautsgerðið er 50 km frá Kópaskeri, 54 km frá Þórhöfn og 154 km frá Húsavík. Hér má sjá leiðina.
Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi.
Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.
Verða líkur á norðurljósum í kvöld?
Veðurstofa íslands gefur út spá um virkni og sýnileika norðurljósa á Íslandi.
Spáin er gerð út frá birtuskilyrðum, virkni í norðurljósabeltinu og skýjahulu. Hægt er að velja nokkra daga fram í tímann og sjá hversu mikil norðurljósavirknin verður en skýjahulan skiptir mestu máli. Sé spáð léttskýjuðu kvöldi er athugað hvort líkur eru á norðurljósavirkni það kvöld. Á vefsíðunni er einnig textaspá veðurfræðings um hvar er líklegast að sjáist til norðurljósa á landinu.
Kynntu þér Norðurljósa Spánna á Vedur.is
Vegagerðin hefur á undanförnum árum komið upp greinargóðu upplýsinganeti um landið allt svo hægt er að fylgjast með færð og ástandi vega með mun nákvæmari hætti en áður og koma slíkri vitneskju til fólks. Vegagerðin fylgist einnig með ástandi vega á hálendinu og birtir reglulega upplýsingar um það en þær má nálgast hjá Upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar (sími 1777) og hjá upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn víða um land.
Sérstaklega skal bent á vef Vegagerðarinnar en þar má finna ýmsar upplýsingar; yfirlitskort og skýringar sem gagnlegar eru áður en lagt er af stað í ferðalag. Ferðaupplýsingar Vegagerðarinnar á vefnum lúta fyrst og fremst að færð vega og veðri. Upplýsingar um færð eru uppfærðar að morgni og síðan eftir ástæðum fram til kvölds. Veðurupplýsingar eru í flestum tilfellum uppfærðar 1-2 sinnum á klukkustund allan sólarhringinn
Frekari upplýsingar vegagerdin.is
Safe travel er með það að markmiði að bæta öryggi ferðamanna á ferð um landið.
Snjallsímaforritið 112 ICELAND er afar einfalt i notkun og hefur tvennskonar virkni. Annarsvegar er hægt að kalla á aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Hinsvegar að skilja eftir sig „slóð“ en slíkt má nota ef óttast er um afdrif viðkomandi og leit þarf að fara fram.
Á heimasíðunni safetravel.is finnur þú leiðbeiningar um hvernig bera skal sig að á ferðalögum um landið
Vakinn er opinbert gæða- og umhverfisvottunarkerfi sem stýrt er af Ferðamálastofu. Markmiðið með Vakanum er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.
Vottun Vakans er gæðastimpill og staðfesting á því að fyrirtækið sinni gæða- og umhverfismálum af fagmennsku og heiðarleika.
Allar upplýsingar og lista yfir vottuð fyrirtæki má finna á vakinn.is