Flýtilyklar
Sundlaugin Skagaströnd
Einbúastígur 6
Sundlaugin Skagaströnd - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Einbúastígur 6
Sundlaugin Skagaströnd - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Spákonufell er svipmikið og virðulegt fjall fyrir ofan Skagaströnd. Það er bæjarfjall Skagstrendinga og fjöldi fólks nýtir sér það til útiveru, jafnt sumar sem vetur. Þar eru líka margar góðar gönguleiðir og nokkrir staðir sem að margra mati eru gulls ígildi. Sömu sögu er að segja að vetrarlagi. Þá taka heimamenn fram gönguskíðin, ganga í kringum Spákonufell og jafnvel upp á það.
Gefnir hafa verið út bæklingar um gönguleiðir á Spákonufell og Spákonufellshöfða. Þeir eru til á íslensku, ensku og þýsku og má fá víða í bænum og upplýsingamiðstöðum á Norðurlandi. Í þeim eru góðar myndir, ítarleg kort og áhugaverður fróðleikur.
Kálfshamarsvík er lítil vík á norðanverðum Skaga. Þar eru sjávarhamrar úr fallega formuðu stuðlabergi er myndaðist fyrir u.þ.b. tveimur milljónum ára, sérkennileg náttúrusmíð. Í byrjun 20.aldar var útgerð og um 100 manna byggð í Kálfshamarsvík en um 1940 var byggðin komin í eyði.
Hrútey er skrautfjöður í hatti Blönduósbæjar, umlukin jökulánni Blöndu og skartar fjölbreyttum gróðri. Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar ásamt öðrum fuglum. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1, góð bifreiðastæði eru við árbakkann og traust göngubrú út í eyjuna. Hrútey er tilvalin sem útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum.
Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði skammt frá höfninni á Skagaströnd. Þar hafa verið merktar gönguleiðir og sett upp fræðsluskilti um fugla og gróður. Á björtum sumarkvöldum má sjá miðnætursólina setjast við hafasbrún í norðri. Raunar ganga heimamenn um Höfðann allan ársins hring og njóta þess sem hann býður upp á.
Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi.
Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.
Verða líkur á norðurljósum í kvöld?
Veðurstofa íslands gefur út spá um virkni og sýnileika norðurljósa á Íslandi.
Spáin er gerð út frá birtuskilyrðum, virkni í norðurljósabeltinu og skýjahulu. Hægt er að velja nokkra daga fram í tímann og sjá hversu mikil norðurljósavirknin verður en skýjahulan skiptir mestu máli. Sé spáð léttskýjuðu kvöldi er athugað hvort líkur eru á norðurljósavirkni það kvöld. Á vefsíðunni er einnig textaspá veðurfræðings um hvar er líklegast að sjáist til norðurljósa á landinu.
Kynntu þér Norðurljósa Spánna á Vedur.is
Vegagerðin hefur á undanförnum árum komið upp greinargóðu upplýsinganeti um landið allt svo hægt er að fylgjast með færð og ástandi vega með mun nákvæmari hætti en áður og koma slíkri vitneskju til fólks. Vegagerðin fylgist einnig með ástandi vega á hálendinu og birtir reglulega upplýsingar um það en þær má nálgast hjá Upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar (sími 1777) og hjá upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn víða um land.
Sérstaklega skal bent á vef Vegagerðarinnar en þar má finna ýmsar upplýsingar; yfirlitskort og skýringar sem gagnlegar eru áður en lagt er af stað í ferðalag. Ferðaupplýsingar Vegagerðarinnar á vefnum lúta fyrst og fremst að færð vega og veðri. Upplýsingar um færð eru uppfærðar að morgni og síðan eftir ástæðum fram til kvölds. Veðurupplýsingar eru í flestum tilfellum uppfærðar 1-2 sinnum á klukkustund allan sólarhringinn
Frekari upplýsingar vegagerdin.is
Safe travel er með það að markmiði að bæta öryggi ferðamanna á ferð um landið.
Snjallsímaforritið 112 ICELAND er afar einfalt i notkun og hefur tvennskonar virkni. Annarsvegar er hægt að kalla á aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Hinsvegar að skilja eftir sig „slóð“ en slíkt má nota ef óttast er um afdrif viðkomandi og leit þarf að fara fram.
Á heimasíðunni safetravel.is finnur þú leiðbeiningar um hvernig bera skal sig að á ferðalögum um landið
Vakinn er opinbert gæða- og umhverfisvottunarkerfi sem stýrt er af Ferðamálastofu. Markmiðið með Vakanum er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.
Vottun Vakans er gæðastimpill og staðfesting á því að fyrirtækið sinni gæða- og umhverfismálum af fagmennsku og heiðarleika.
Allar upplýsingar og lista yfir vottuð fyrirtæki má finna á vakinn.is