Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili

Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili er hestatengd ferðaþjónusta. Bærinn er staðsettur í hjarta Skagafjarðar við veg 75 milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Stutt er í alla þjónustu.
Gisting: í boði er gisting í nýuppgerðu gistihúsi sem rúmar allt að 14 manns í uppábúnum rúmum. Í húsinu eru 5 svefnherbergi og tvö baðherbergi. Vel útbúið eldhús sem og notaleg stofa og borðstofa. Húsið er allt hið glæsilegasta. Við húsið er upphituð verönd með garðhúsgögnum , gasgrilli og heitum potti.
Hestaleiga: Við höfum mikið úrval af frábærum hestum bæði fyrir óvana sem og vana reiðmenn. Hægt er að panta bæði lengri sem styttri ferðir, allt frá 1 klst uppí allt að 4 klst ferð. Okkar sérstaða er sú að við bjóðum uppá stutta "hestaferð" í Byggðasafnið í Glaumbæ sem er einungis í um 4 km fjarlægð frá okkur. Í þessari ferð er safnið skoðað og áður en lagt er af stað til baka er gestum boðið uppá kaffi og meðlæti í Áskaffi. Frábær upplifun ef Byggðasafnið í Glaumbæ er á ferðaplaninu.
Hestaferðir: Í boði eru jafnt lengri sem styttri hestaferðir um ægifagran Skagafjörðinn jafnt sumar sem haust. Sjá nánar á vefsíðunni www.sydraskordugil.is.

Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili

Syðra-Skörðugil

GPS punktar N65° 35' 12.776" W19° 29' 56.489"
Opnunartími Allt árið

Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Gullgengi ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Menningarhúsið Miðgarður
 • 560 Varmahlíð
 • 849-2795
Lafleur web slf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Aðalgata 20
 • 550 Sauðárkrókur
 • 659-3313
Íslenskar hestasýningar
Ferðaskipuleggjendur
 • Varmilækur
 • 560 Varmahlíð
 • 453-8021, 898-7756
Ferðaþjónustan Steinsstöðum
Gistiheimili
 • Lambeyri Steinstaðabyggð
 • 560 Varmahlíð
 • 899-8762, 453-8812
Á Sturlungaslóð
Ferðaskipuleggjendur
 • Frostastöðum
 • 560 Varmahlíð
 • 455 6161
Topphestar ehf.
Ferðaskrifstofur
 • Sæmundargata 8
 • 550 Sauðárkrókur
 • 868-1776
Golfklúbbur Sauðárkróks
Golfvellir
 • Hlíðarendi
 • 551 Sauðárkrókur
 • 453-5075
Saga og menning
2.75 km
Glaumbær

Glaumbær er bær og kirkjustaður í Skagafirði. Við Glaumbæ eru tvö 19. aldar timburhús, Gilstofa og Áshús en í Áshúsi er rekið kaffihús og safnbúð. Þar má upplifa stemmningu liðinna tíma og bragða á gómsætu bakkelsi að þjóðlegum hætti. Virkilega skemmtilegt fyrir jafnt unga sem aldna að kynna sér lifðarhætti okkar Íslendinga fyrir tæknivæðinguna.

Saga og menning
6.76 km
Víðimýrarkirkja

Víðimýrarkirkja er ein af örfáum varðveittum torfkirkjum landsins. Í upphafi 20. aldar var tvísýnt um afdrif hennar, en síðar áttuðu menn sig á því að hér var um ómetanleg menningarverðmæti að ræða. Þjóðminjasafn Íslands hefur staðið fyrir viðgerðum á kirkjunni. Kirkjan var reist árið 1834, hún er með torfveggjum til hliðanna og torfþekju en timburstöfnum í bak og fyrir.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri