Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Viðburðir

mar 2018

Íslensku vetrarleikarnir

23.-24. mar
Iceland Winter Games (IWG) er vetrar- og útivistarhátíð sem haldin er á Norðurlandi í fjórða sinn í ár og hefur hún fest sig í sessi, jafnt hjá bæjarbúum sem og vetraríþróttafólki og áhugamönnum um allt land. Árið 2015 sameinuðust tvær stærstu vetrarhátíðir Norðurlands, Éljagangur og IWG undir nafni og merkjum Iceland Winter Games, sem gerir IWG að stærstu vetrarhátíð landsins og er enn í mjög örum vexti.

apr 2018

AK Extreme

5.- 8. apr
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5.– 8. apríl á Akureyri. Hátíðin er haldin Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Gilinu, Sjallanum og Græna Hattinum.

maí 2018

Super Troll Ski Race

11.-13. maí
Fjórða árið í röð blæs Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg, til leiks með glæsilegu fjallaskíðamóti. Að auki verður tveggja daga dagskrá þar sem skíða- og útvistarfólk getur notið alls þess sem Siglufjörður og Tröllaskagi hafa uppá að bjóða.

jún 2018

Opnunarhátíð Mótorhjólasafns Íslands

9. jún
Þann níunda júní er opnunarhátíð safnsins og m.a með svokölluðum „Start up day“ þar sem eldri hjól eru gangsett og ekið um svæðið. Í tengslum við aksturinn verður haldinn fyrirlestur um sögu Henderson og fleiri mótorhjóla sem nær aftur til 1905. Markmið verkefnisins er að kynna sögu og hlutverk mótorhjólsins í samgöngusögu landsins, hlusta á tónlist og og njóta ífaðmi fjölskyldunarþ

Arctic Open

20.-23. jún
Arctic Open er alþjóðlegt golfmót og hefur verið haldið frá árinu 1986. Mótið fer fram á Golfvelli Akureyrar að Jaðri og stendur í þrjá daga, þar af eru tveir keppnisdagar. Mótið er það eina sinnar tegundar í heiminum, það er að segja spilað yfir hánótt að staðartíma. Golfvöllurinn að Jaðri er einn af nyrstu 18 holu golfvöllum í heimi.

júl 2018

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

4.- 8. júl
Fimm daga tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna í einum nyrsta bæ landsins. Þjóðlagahátíðin hefur að leiðarljósi að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Á hátíðinni verða 19 tónleikar haldnir víðs vegar um Siglufjörð.

Miðaldadagar

20.-22. júl
Miðaldadagarnir á Gásum verða haldnir dagana 20. - 22. júlí sumarið 2018. Sem fyrr verður líf og fjör á þessum forna verslunarstað. Handverksfólk verður að störfum og miðaldavarningur á markaðnum. Daglegt líf í kaupstaðnum einkennist meðal annars kola- brennisteins- og reipisgerð, matargerð og leikir.

Húnavaka

20.-22. júl
Bæjarhátíð á Blönduósi.

Eldur í Húnaþingi

25.-29. júl
Eldur í Húnaþingi er bæjarhátíð í Húnaþingi vestra sem fram fer í lok júlí ár hvert.

ágú 2018

Handverkshátíðin Hrafnagili

10.-12. ágú
Handverkshátíðin verður nú haldin í 25. sinn.

Fiskidagurinn mikli

10.-12. ágú
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðleg í Dalvíkurbyggð helgina eftir verslunarmannahelgi.

Akureyrarvaka

24.-25. ágú
Akureyrarvaka er haldin síðustu helgina í ágúst og þá er fagnað afmæli Akureyrarbæjar. Dagskrána má sjá þegar nær dregur á www.visitakureyri.is og á Facebooksíðu Akureyrarvöku.

des 2018

Jólasveinarnir í Dimmuborgum

1.-24. des
Komdu og heimsæktu Jólsveinanna í Dimmuborgum á milli kl 11:00 og 13:00 frá og með 1. desember til 24. desember. 18 ára og eldri greiða 1.500kr í Grýlusjóð.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri