Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Viðburðir

júl 2018

"Heim að sumri"

10. júl - 7. ágú
Þriðjudaginn 10. júlí verður myndlistasýningin "Heim að sumri" opnuð.

Eldur í Húnaþingi

25.-29. júl
Eldur er meira en bæjarhátíð. Eldur er stundin þar sem við segjum frá því hver við erum og það er síbreytilegt – á Eldi fögnum við fortíð okkar og fjárfestum í framtíð okkar í Húnaþingi vestra. Þetta er stund þar sem við komum saman og einfaldlega fögnum því að vera til á sama tíma. Stund þar sem við njótum samvista við fjölskylduna, hittum gamla og nýja vini, hlustum á góða tónlist, fáum innblástur og njótum sumarsólarinnar. Eldur hefur verið haldin árlega frá því 2003 og er tilhlökkunarefni meðal bæði íbúa og gesta.

Sögustund með Sólarljósinu fyrir börn á aldrinum 4 – 12 ára

27. jún - 8. ágú
Sigga Sólarljós býður börnum að koma í indíánatjaldið og fræðast og heyra um sögur af indíánum, menningu og siðum, um náttúruna, blómin, álfana, tröllin og margt fleira,

Leiðsögn um Menningarhúsið Hof

21. jún - 2. ágú
Saga hússins er sögð um leið og gengið er um króka og kima þess. Þátttakendur fá að kynnast húsinu, fræðast um hönnun þess, starfsemina sem í því er og lífi ungs listamanns á Akureyri.

Laufey Sigurðar og Páll Eyjólfs með tónleika í Fuglasafninu

27. júl
Laufey Sigurðar (fiðla) og Páll Eyjólfs (gítar) með tónleika í Fuglasafninu

Mærudagar

28.-29. júl
Mærudagur er haldinn ár hvert síðustu helgina fyrir Verslunarmannahelgi. Hátíðin er húsvísk menningar- og fjölskylduhátíð með aragrúa áhugaverðra viðburða. Meðal viðburða sem hafa fest sig í sessi eru hrútasýning, tívolí, hafnarmarkaður Völsungs, íþróttaviðburðir hverskynd að ógleymdum fjölda tónlistaratriða sem eru bæði á hátíðarsviði og vítt og breitt um Hafnarstétt.

ágú 2018

"Heim að sumri"

10. júl - 7. ágú
Þriðjudaginn 10. júlí verður myndlistasýningin "Heim að sumri" opnuð.

Sögustund með Sólarljósinu fyrir börn á aldrinum 4 – 12 ára

27. jún - 8. ágú
Sigga Sólarljós býður börnum að koma í indíánatjaldið og fræðast og heyra um sögur af indíánum, menningu og siðum, um náttúruna, blómin, álfana, tröllin og margt fleira,

Leiðsögn um Menningarhúsið Hof

21. jún - 2. ágú
Saga hússins er sögð um leið og gengið er um króka og kima þess. Þátttakendur fá að kynnast húsinu, fræðast um hönnun þess, starfsemina sem í því er og lífi ungs listamanns á Akureyri.

Íslensku sumarleikarnir

3.- 6. ágú
Alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir, verða í brenndepli um verslunarmannahelgina á Akureyri. Íbúum og gestum bæjarins gefst kostur á að spreyta sig í fjallgöngum, þríþraut, sjósundi, hjólreiðum, hlaupum, siglingum og fleiru. Fólk getur hvort heldur sem er keppt við sjálft sig eða aðra - en eins og vera ber um verslunarmannahelgi er markmiðið fyrst og fremst að fjölskyldan öll, eða einstakt hæfileikafólk innan raða hennar, fái notið sín með heilnæmri hreyingu og útivist.

Fiskidagurinn mikli

10.-12. ágú
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðleg í Dalvíkurbyggð helgina eftir verslunarmannahelgi.

Handverkshátíðin Hrafnagili

10.-12. ágú
Um 100 hönnuðir og handverksfólk selja fatnað, keramik, snyrtivörur, textílvörur og skart sem oftar en ekki er unnið úr rammíslensku hráefni. Á útisvæðinu er hægt að bragða á og kaupa góðgæti frá Beint frá býli auk fjölda annarra aðila. Ýmsar uppákomur eru í boði alla dagana s.s. sýning á gömlum traktorum og miðaldabúðir. Njóttu dagsins með okkur í Eyjafjarðarsveit.

Jökulsárhlaupið

11. ágú
Jökulsárhlaupið hefur verið haldið árlega síðan 2004 og fer fjöldi þátttakenda vaxandi með hverju árinu.

Berjadagar

16.-19. ágú
Berjadagar er þriggja daga klassísk tónlistarhátíð í Ólafsfirði 16. -19. ágúst. Hátíðin býður uppá dagskrá fyrir alla aldurshópa og er aðgangur ókeypis fyrir 18 ára og yngri. Opnunartónleikar fara fram í Ólafsfjarðarkirkju og er boðið upp á daglega viðburði. Klykkt er út með Berjamessu og gönguferð Sunnudaginn 20. ágúst.

Akureyrarvaka

24.-25. ágú
Akureyrarvaka er haldin síðustu helgina í ágúst og þá er fagnað afmæli Akureyrarbæjar. Dagskrána má sjá þegar nær dregur á www.visitakureyri.is og á Facebooksíðu Akureyrarvöku.

sep 2018

Norðurheimsskautsbaugshlaup TVG-Zimsen

1. sep
Norðurheimsskautsbaugshlaup TVG-Zimsen

KOTTOS - með kraft og tilfinningu

22. sep
Hinn margrómaði danski kvartett KOTTOS sækir nú Íslendinga heim og heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. KOTTOS eru: Bjarke Mogensen, accordion, Josefine Opsahl, cello, Pernille Petersen, flautur, Christos Farmakis, bouzouki

okt 2018

Local Food Festival

20. okt
Á Norðurlandi er stór hluti þeirrar fæðu sem Íslendingar neyta framleiddur og þaðan kemur hráefni í alls kyns rétti sem bæði heimamenn og erlendir gestir sækja mikið í. Á matvælasýningunni Local Food Festival á Norðurlandi munu framleiðendur og matreiðslumenn sýna allt það besta sem tengist norðlenskum mat, en sýningin verður haldin í október í Menningarhúsinu Hofi.

des 2018

Jólasveinarnir í Dimmuborgum

1.-24. des
Komdu og heimsæktu Jólsveinanna í Dimmuborgum á milli kl 11:00 og 13:00 frá og með 1. desember til 24. desember. 18 ára og eldri greiða 1.500kr í Grýlusjóð.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri