Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Berjadagar

Berjadagar er þriggja daga klassísk tónlistarhátíð í Ólafsfirði 17. -19. ágúst. Hátíðin býður uppá dagskrá fyrir alla aldurshópa og er aðgangur ókeypis fyrir 18 ára og yngri. Opnunartónleikar fara fram í Ólafsfjarðarkirkju og er boðið upp á daglega viðburði. Klykkt er út með Berjamessu og gönguferð Sunnudaginn 20. ágúst.

Lokatónleikarnir „Tapas og tónlist“ fara fram laugardaginn 19. ágúst í Menningarhúsinu Tjarnarborg þar sem gestir geta gætt sér á tapasréttum og ljáð suðrænni tónlist eyra. Bjarni Frímann Bjarnason kemur fram ásamt glæsilegum hópi söngvara; Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur sópran, Hlöðveri Sigurðssyni tenór, Þorsteini Frey Sigurðssyni tenór og Margréti Hrafnsdóttur. Sérstakur gestur hátíðarinnar að þessu sinni er þýska sópransöngkonan Frédérique Friess.
Nánari upplýsingar: www.artfest-berjadagar.is

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri