Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Mývatn Open/ Hestar á ís

Hið feyki vinsæla hestamót Mývatn Open - Hestar á ís verður haldið helgina 13. og 14. mars.

Hestamannafélgið Þjálfi býður í reiðtúr út á frosið Mývatn á föstudeginum og er öllum hjartanlega velkomið að taka þátt í því að kostnaðarlausu.

Sel-Hótel Mývatn býður knöpum upp á samlokur og heitt kakó út í eyju.

Síðan hefst mótshaldið á laugardeginum sem endar með hestamannahófi á Sel - Hótel Mývatni um kvöldið.

Hesthúsapláss hefur ekki verið vandamál hingað til og mun Marinó (s. 8960593) aðstoða ykkur við að hýsa hestana.

Dagskrá

Föstudagur 13. mars

Hópreið um Mývatn kl. 16:30 - 18:30 (allir velkomnir).

Lifandi tónlist um kvöldið, Myrra Rós spilar létt lög.

Laugardagur 14. mars

Kl. 11:00 Tölt B Ekkert aldurstakmark ATH. BREYTTAN TíMA (VAR ÁÐUR 10:00)
                Tölt A
                Góðhestakeppni (sjá nánar á www.123.is/thjalfi )


Verðlaunaafhending yfir kaffihlaðborði í Selinu

Hestamannahóf á Sel-Hótel Mývatni

Kl. 19:30 Húsið opnar fyrir stemmingu kvöldsins,
Videosýning frá afrekum dagsins á breiðtjaldi

Kl. 20:30 Þriggja rétta kvöldverðarveisla;
Forréttur;    
Aðalréttur;   
Eftirréttur;  
 - Öllum opið. 
Verð fyrir matinn 6.900,
-  Tilboð á gistingu 12.900,- tveggja manna herbergi, eins manns herbergi 9.900,-

Aukanóttin 5.500,- á mann.  Morgunmatur innifalinn.

Kl. 23:30 Kráarstemning, lifandi tónlist.


Góðhestakeppni 

Skráningar hefjast á netfanginu ....

Upplýsingar um nafn, föður, móður, lit, aldur, eiganda og knapa þurfa að koma fram (frekari uppl.um mótið og ráslisti verður á heimasíðu Þjálfa sem er www.123.is/thjalfi).

Skráningargjald er 3.500,- á hverja skráningu.  ATH. enginn posi á staðnum og skráningargjald greiðist inn á reikning hjá Hestamannafélaginu Þjálfa (sjá www.123.is/thjalfi).

Vegleg verðlaun í boði (nánari uppl. verða á www.123.is/thjalfi)


Fjölmennum og höfum gaman saman!

Bókanir í s. 464 4164 eða myvatn@myvatn.isHestamannafélagið Þjálfi og Sel-Hótel Mývatn

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri