Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Norðurljósin - Jólatónleikar

NORÐURLJÓSIN eru hátíðlegir jólatónleikar þar sem einvalalið norðlenskra tónlistarmanna kemur fram ásamt kammerkórnum Ísold og góðum gestum að sunnan. Þekktir söngvarar stíga á svið og flytja gestum mörg af ástsælustu jólalögum þjóðarinnar. Þetta eru jólabörnin Magni Ásgeirsson, Helga Möller, Óskar Pétursson, Andrea Gylfadóttir, Stefán Jakobsson, Erna Hrönn og Valdimar Guðmundsson. Einstök upplifun sem kemur þér og þínum í sannkallað hátíðarskap.


Hljómsveitina skipa: 
Arnar Tryggvason: Orgel 
Haukur Pálmason: Trommur 
Magni Ásgeirsson: Gítar 
Pétur Hallgrímsson: Gítar 
Sumarliði Helgason: Bassi 
Valmar Valjaots: Píanó 
Valgarður Óli Ómarsson: Slagverk

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri