Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ný aðföng: vídeóverk úr safneign - Listasafnið á Akureyri

Samsýning Ný aðföng: vídeóverk úr safneign Verksmiðjan á Hjalteyri, 16. september - 1. október Sýning byggð á nýjum og nýlegum vídeóverkum í eigu Listasafnsins á Akureyri sem haldin er í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Vídeóverk hafa ekki verið áberandi í safneign Listasafnsins en á síðustu árum hefur orðið þó nokkur breyting þar á. Verkefnið er unnið í samvinnu Listasafnsins og Verksmiðjunnar á Hjalteyri og er liður í því að sýna verk úr safneigninni í nýju ljósi. Verksmiðjan er afar hrátt húsnæði og skapar þar af leiðandi heillandi umgjörð um þessa tegund myndlistar. Listamenn: Arna Valsdóttir, Ine Lamers, Klængur Gunnarsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og fleiri. Sýningarstjórar: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Hlynur Hallsson.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri