Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Stúfur snýr aftur

Ljúf, spriklandi og sprellfjörug jólasýning! -Leikfélag Akureyrar sýnir

„Ég elska leikhúsið því það er svona staður sem barasta allt getur gerst!"  -Stúfur

Um síðustu jól sýndi Stúfur jólasýningu sína Stúfur við frábærar viðtökur í Samkomuhúsinu  og snýr nú aftur með nýja leiksýningu Stúfur snýr aftur  Hann hefur notað tímann vel eftir síðustu jólavertíð og meðal annars æft sig að spila á hljóðfæri, stundað þrotlausa líkamsrækt og smurt raddböndin. Ég er ljúfur, hrjúfur, spriklandi og sprellfjörugur"  segir Stúfur.

Hann er himinlifandi yfir að hafa verið boðið aftur í Samkomuhúsið og er núna í óða önn að æfa lagið sitt “Jólalagstúfur” og gera tilraunir með að baka hinn fullkomna kanelsnúð, en Stúfur ætlar að gefa öllum sem koma á sýninguna „kanilstúf”. 

Hann ætlar að segja sannar sögur af sjálfum sér og samferðafólki".  Gefa alls kyns jólaráð sem ættu að gleðja jafnt börn, unglinga, foreldra, afa og ömmur - og jafnvel hina geðvondu og sípirruðu móður listamannsins, sjálfa Grýlu. 

Hér sýnir og sannar jólasveinninn Stúfur enn og aftur að hann er enginn venjulegur jólasveinn. Hann er himinlifandi yfir að hafa verið boðið að vera aftur í Samkomuhúsinu. Stúfur snýr aftur er jólaleg jólasýning fyrir rollinga, gamlingja og allt þar á milli, samt mest fyrir snillinga. 

Norðurorka er bakhjarl sýningarinnar og gerir okkur kleift að sviðsetja þessa bráðhressandi sýningu. Stúfur snýr aftur er einn af mörgum viðburðum í metnaðarfullri dagskrá MAk fyrir ungt fólk og börn. 

Stúfur snýr aftur er samstarfsverkefni Stúfs og Leikfélagsins og er 324 verkefni Leikfélags Akureyrar.

Aldurshópur 6+

Höfundur og leikari: Stúfur

Leikstjórn, meðhöfundar og sérstakir uppalendur: Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri