Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Sumar - Listasafnið á Akureyri

Úrval verka eftir norðlenska myndlistarmenn Sumar Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, 10. júní - 27. ágúst Í annað sinn efnir Listasafnið á Akureyri til viðamikillar sýningar á verkum listamanna sem eru starfandi á Norðurlandi eða hafa sterk tengsl við svæðið. Á fyrri sýninguna, Haust, bárust hátt í 100 umsóknir og valdar voru myndir eftir 30 listamenn. Sem fyrr sækja listamenn um þátttöku og senda inn verk og upplýsingar fyrir 1. mars 2017. Fimm manna dómnefnd fer yfir umsóknir og velur verk á sýninguna. Sýningunni er ætlað að endurspegla þá fjölbreyttu flóru myndlistar sem tengist Norðurlandi og vekja umræður um stöðu norðlenskra myndlistarmanna og myndlistar. Gefin verður út sýningarskrá og reglulega verða leiðsagnir um sýninguna með þátttöku listamannanna. Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri