Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
20.-23. júní

Arctic Open

Arctic Open er alþjóðlegt golfmót og hefur verið haldið frá árinu 1986. Mótið fer fram á Golfvelli Akureyrar að Jaðri og stendur í þrjá daga, þar af eru tveir keppnisdagar. Mótið er það eina sinnar tegundar í heiminum, það er að segja spilað yfir hánótt að staðartíma. Golfvöllurinn að Jaðri er einn af nyrstu 18 holu golfvöllum í heimi.

Í upphafi var einungis keppt í einum flokki, þ.e.a.s. með forgjöf en frá árinu 1987 hefur verið keppt í tveimur flokkum, með og án forgjafar, og það ár var atvinnumönnum í fyrsta sinn boðin þátttaka og mótið um leið gert að alþjóðlegu golfmóti. Árið 2002 var bætt við verðlaunum fyrir besta árangur í kvenna- og öldungaflokki án forgjafar. Þetta er 36 holu golf þar sem leikið er eftir Stableford punktakerfi. Sjálfir keppnisdagarnir eru tveir og spilaðar 18 holur hvorn þeirra.

Mótið hefst á fimmtudegi með skráningu keppenda og opnunarhátíð þar sem boðið er upp á hlaðborð með norðlenskum veitingum. Kl. 16 á fimmtudag eru kylfingarnir ræstir út og eru leiknar 18 holur fram á rauða nótt. Á föstudag eru leiknar aðrar 18 holur. Á laugardagskvöld er loks slegið upp veislu í lokahófi þar sem verðlaun eru afhent og boðið upp á skemmtiatriði.

Nánari upplýsingar má sjá á: arcticopen.is.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri