Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
1.- 4. ágúst

Íslensku sumarleikarnir

Alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir, verða í brenndepli um verslunarmannahelgina á Akureyri. Íbúum og gestum bæjarins gefst kostur á að spreyta sig í fjallgöngum, þríþraut, sjósundi, hjólreiðum, hlaupum, siglingum og fleiru. Fólk getur hvort heldur sem er keppt við sjálft sig eða aðra - en eins og vera ber um verslunarmannahelgi er markmiðið fyrst og fremst að fjölskyldan öll, eða einstakt hæfileikafólk innan raða hennar, fái notið sín með heilnæmri hreyingu og útivist.

Um helgina verður boðið upp á þéttskipaða dagskrá af stærri og smærri viðburðum en af stærstu viðburðunum má til dæmis nefna heimsmótaröð unglinga í golfi, Súluhlaup, fjallahjólakeppni og strandblakmót. Allir geta tekið þátt í leik eða keppni við sitt hæfi en einnig verður áhugavert að fylgjast með skrautlegum keppendum og litríkum uppákomum í þeirri einmuna veðurblíðu sem gert er ráð fyrir að verði á Akureyri í allt sumar.

Allir sem ætla á Sumarleikana á Akureyri um verslunarmannahelgina ættu að grípa með sér hlaupaskóna, gönguskóna, reiðhjólið, kayakinn, golfsettið, fisbídiskana eða hvaðeina sem tengist tómstundum, útivist og skemmtun. Unað verður við leik og keppni alla fjóra dagana, sumir reyna mikið á sig en aðrir ekki neitt, og á kvöldin verður boðið upp á dansleiki og glæsilega tónleika með mörgum af þekktari hljómsveitum landsins á skemmtistöðum bæjarins.

Hægt er að senda fyrirspurnir um hátíðina á netfangið david@vidburdastofa.is.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 40' 43.118" W18° 5' 10.474"

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri