Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
9.-29. ágúst

Jökulsárglúfur og Húsavík

Upplýsingar um verð

13.900

Við leggjum af stað frá Akureyri kl. 08:00 og höldum austur að Dettifossi en á leiðinni er stutt þægindastopp í Mývatnssveit. Við gefum okkur góðan tíma til að skoða tvo mikilfenglega fossa, Dettifoss og Selfoss og nánasta umhverfi þeirra. Því næst gerum við stutt útsýnisstopp við Hafragilsfoss áður en haldið er í Hólmatungur en þar hefst 8 km ganga um undraheima Jökulsárgljúfurs að Hljóðaklettum. Þeir sem kjósa styttri göngu skoða sig um í Hólmatungum og fara svo með rútunni í Hljóðakletta. Í Hjóðaklettum er hægt að velja um mismunandi gönguleiðir:

  •  Hljóðaklettar - Tröllið, samtals 1,2 km eða um 30 mín. Auðveld gönguleið (blá).
  • Hringur í Hljóðaklettum, 3 km eða 60 - 90 mín. Krefjandi gönguleið (rauð) þar sem stígar liggja um óslétt hraun. 
  • Hringur um Hljóðakletta og Rauðhóla, 5 km eða 1,5 - 2 klst. Krefjandi gönguleið (rauð) þar sem stígar liggja um óslétt hraun.
  • Frá Hljóðaklettum að Karli og kerlingu, 2 km auðveld gönguleið (blá) að útsýnisstað eða 3 km krefjandi gönguleið (rauð) ef farið er niður á eyrina þar sem töllin standa.

Frá Hljóðaklettum er ekið sem leið liggur í Ásbyrgi en þar er gengið eftir þægilegum stígum. Hægt að velja stutta göngu að Botnstjörn eða aðeins lengri hring um innsta hluta Ásbyrgis.

Frá Ásbyrgi er ekið um Kelduhverfi og Tjörnes til Húsavíkur en þar verður stoppað í tvær klukkustundir. Á Húsavik hafa þátttakendur frjálsan tíma en þeir geta t.d. farið í Sjóböðin eða skoðað sig um í bænum en þar eru margir spennandi veitingastaðir. Komið til Akureyrar milli kl. 20:00 og 21:00. 

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 41' 0.874" W18° 5' 7.135"
Sími

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri