Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
1.- 4. ágúst

Klassíska tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði

Berjadagar verða haldnir í Ólafsfirði í 21. sinn

Berjadagar tónlistarhátíð í Ólafsfirði er sígild tónlistarhátíð í Fjallabyggð, Norðurlandi-Eystra. Hún er haldin árlega í ágúst og stendur frá fimmtudegi til sunnudags. Hátíðin breytist lítillega á milli ára en þó helst form hennar svipað. Á Berjadögum eru alltaf tvennir kvöldtónleikar í Ólafsfjarðarkirkju á fimmtudag og föstudag og kvöldtónleikar í Menningarhúsinu Tjarnarborg á laugardag.

Í ár fer hátíðin fram um verslunarmannahelgina þann 1.-4. ágúst næstkomandi. Á hverju kvöldi verða klassískir tónleikar og ýmsir viðburðir í boði á daginn. Dagskráin er fyrir alla aldurshópa og ókeypis aðgangur fyrir 18 ára og yngri

Á Berjadögum er flutt aðgengileg kammertónlist, auk þess sem gestir úr öðrum listgreinum taka þátt.

Hægt verður að skoða dagskrá Berjadaga á heimasíðu hátíðarinnar, http://www.berjadagar-artfest.com/?page_id=393

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N66° 4' 17.297" W18° 39' 13.314"
Staðsetning
Ólafsfjörður
Sími

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri