Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
20.-21. júlí

Miðaldadagar

Miðaldadagar á Gásum 20. – 21. Júlí frá kl. 11:00 – 17:00

Hvernig væri að bregða sér til miðalda? Það er hægt á Gásum rétt utan við Akureyri þar sem Miðaldadagar á Gásum verða haldnir hátíðlegir helgina 20. og 21. júlí. Á hátíðinni færist árlega líf og fjör yfir verslunarstaðinn sem er endurskapaður á tilgátusvæði með tilheyrandi miðaldamannlífi.

Gásir voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum og hvergi á landinu hafa fundist jafn miklar minjar um verslunarhætti fyrri tíma. Miðaldadagar hafa verið haldnir árlega frá árinu 2003 og er þetta því í 16. skiptið sem hátíðin er haldin. Þátttakendur eru svokallaðir Gásverjar sem koma á hátíðina á ári hverju og endurskapa þar lífið eins og það var á þessum forna verslunarstað í kringum árið 1300.

Gestum gefst tækifæri til þess að fylgjast með lífi og störfum fólks á miðöldum og versla miðaldavarning af handverksfólki. Kaupstaðurinn iðar af lífi þessa helgi og í boði verður fjölbreytt dagskrá. Á svæðinu má finna; bogfimi, grótkast, knattleik, kaðlagerð, smjörgerð, bókfellsgerð, leirmuni, brennisteinsfróðleik, eldsmiði, seiðkonu, völvu, miðaldasöng, nýbakað súrdeigsbrauð og margt fleira. Gásverjar bregða á leik og bardagamenn bregða sverðum.

Leiðsagnir um fornleifasvæðið verða einnig í boði.

Gásir eru 11 km norður af Akureyri, beygt af þjóðvegi 1 við Hlíðarbæ.

Komdu með í ferðalag til fortíðar!

Allar upplýsingar um Miðaldadaga á Gásum má finna á Facebook síðu Miðaldadaga á Gásum og á heimasíðu hátíðarinnar, www.gasir.is

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 46' 58.031" W18° 9' 57.526"
Staðsetning
Gásir, Dagverðareyrarvegur

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri