Flýtilyklar
Orkugangan 2020

Á undanförnum árum höfum við þróað frábært svæði fyrir gönguskíði á heiðinni rétt fyrir ofan Húsavík. Svæðið er einn af fáum stöðum á Íslandi þar sem gera má ráð fyrir snjó allan veturinn á svæði sem er í einungis 10 mínútna fjarlægð frá bænum. Aðalviðburður hvers árs er svokölluð Orkuganga þar sem þátttakendur keppa í 25km, 10m og 2,5km skíðagöngu. Þetta er keppni eða viðburður sem er opinn fyrir alla, fagfólk, byrjendur og alla fjölskylduna.
Nánari upplýsingar síðar.