Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
30. maí - 2. júní

Þjóðlistahátíðin Vaka

Vaka er vinaleg þjóðlistahátíð sem býður upp á eitthvað fyrir alla. Á vöku 2018 verða opnir kaffitónleikar á Bláu könnunni, kvöldtónleikar í Hömrum í Hofi, námskeið í dansi, söng og hljóðfæraleik, hádegishugvekjur og samspilsstundir í Hofi og á Götubarnum. Einnig verða tónleikar með listamönnum Vöku í byggðarlögum í nágrenni Akureyrar.

Harmonikutónlist, gömlu dansarnir og þjóðdansar verða í forgrunni auk rímnalaga og koma á hátíðina listamenn frá Noregi, Englandi, Hjaltlandseyjum og Finnlandi. Félag Harmonikuunnenda við Eyjafjörð og Dansfélagið Vefarinn á Akureyri verða áberandi á Vöku 2018, en auk þeirra kemur á Vöku 2018 hópur þjóðdansara og harðangursfiðluleikara frá Noregi og Danshópurinn Sporið ásamt sínum nikkurum kemur frá Borgarfirðinum.

Vaka 2018 er í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og verða 12 námskeið fyrir nemendur skólans í hljóðfæraleik og söng. Haldin verða tvö námskeið, opin fyrir alla: þjóðdansar Íslands og Noregs og kórsöngur þar sem söngvarar fá tækifæri til að syngja fallegar og skemmtilega útsetningar á íslenskum þjóðlögum og kvæðalögum undir stjórn Báru Grímsdóttur.

Miðasala

Þú getur keypt þér hátíðarkort sem veitir aðgang að öllum tónleikum Vöku
eða keypt þig inn á staka kvöldtónleika eða námskeið.
Hátíðarkort á Vöku 2018 - kr. 9.000 *
Kvöldtónleikar 30 maí, 31. maí og 1. júní - kr. 2.800 *
Kvöldtónleikar 2. júní - kr. 3.000 *
Námskeið í íslenskum þjóðdönsum og kórsöng - ókeypis
Kaffitónleikar á Bláu könnunni - ókeypis
Samspilsstuð á Götubarnum - ókeypis
 
* 20% afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, nemendur, atvinnuleitendur og öryrkja.
Aflsáttarmiða er einungis hægt að kaupa í miðasölunni í Hofi gegn framvísun viðeigandi skilríkja.
 
Miðasala Vöku á Akureyri fer í gegnum miðasölu MAK í Hofi.
Miðasalan í Hofi er opin virka daga frá klukkan 12 - 18 og þremur klukkustundum fyrir viðburði.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 41' 18.572" W18° 7' 34.210"
Staðsetning
Akureyri

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri