Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
6.- 8. mars

Vetrarhátíð við Mývatn

Upplýsingar um verð

Frítt

Helgina 6.-8. mars næstkomandi verður sannkölluð vetrarstemmning í Mývatnssveit en þá verður Vetrarhátíð við Mývatn haldin í fyrsta sinn. Þetta er nokkurs konar bæjarhátíð að vetri til þar sem verður fjölbreytt og spennandi fjölskyldudagskrá alla helgina í hinni fögru Mývatnssveit sem er sannkölluð vetrarparadís á þessum árstíma. Sérstaða Vetrarhátíðar við Mývatn eru þær vetraríþróttir sem verða í öndvegi en þar má nefna hestamótið Mývatn Open - Hestar á ís, Íslandsmeistaramót sleðahundaklúbbs Íslands og svo Mývatnssleðinn þar sem fólk keppir á heimalöguðum sleðum á vatninu. Allir þessir viðburðir eiga það sameiginlegt að vera haldnir á ísi lögðu Mývatni. Í ár verður einnig haldið Íslandsmeistaramót í snjókrossi í Kröflu.

Allir þessir viðburðir verða opnir gestum og gangandi sem vilja koma og fylgjast með þessum viðburðum. Veiðifélag Mývatns mun jafnframt bjóða upp á dorgveiði í Mývatni og íþróttafélagið Mývetningur ætlar að halda opnu gönguskíðaspori alla helgina. Hægt verður að heimsækja sleðahundana og það verður barnabraut fyrir fjölskylduna á Álftabáru, lifandi tónlist og tilboð í gistingu og mat alla helgina.

Hægt er að skoða dagskránna á www.vetrarhatid.com

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 36' 13.896" W16° 59' 45.980"
Staðsetning
Mývatn

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri