Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Norðursigling Hvalaskoðun

Umhverfisvæna hvalaskoðunarfyrirtækið

Njótið fjölbreytts dýralífs í einstöku umhverfi Skjálfandaflóa um borð í fallegum eikarbátum.

Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og strandmenningu og fyrst fyrirtækja á Íslandi að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir. Hvalaskoðun er vinsæl afþreying fyrir ferðafólk og hefur starfsemi fyrirtækisins farið ört vaxandi.

Sjávarþorpið Húsavík er þekkt fyrir frábæra möguleika til hvalaskoðunar og Skjálfandaflói einn örfárra staða í heiminum sem vitað er að steypireyður hefur reglulega viðkomu.

Hvalaskoðunarferðir Norðursiglingar frá Húsavík hafa gefið bænum það orðspor að vera höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu.

Markmið Norðursiglingar er að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum.

Fyrst fyrirtækja í heiminum til þess að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir á rafmagnsskipum.

Þann 12. Júlí 2015 var einstakt rafmagnskerfi seglskipsins Opal vígt á Húsavík. Í framhaldi varð Norðursigling fyrst á heimsvísu að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir með því að nota eingöngu rafmagn og vind til framdriftar í hvalaskoðun.

Líkt og árið 2016 mun Norðursigling bjóða uppp á tvær tegundir kolefnislausra hvalaskoðunarferða, og mest 5 brottfarir á dag.

Stefna fyrirtækisins er skýr og stefnt er að því að öll skipin í flota Norðursiglingar verði búin rafmagnskerfi til framdriftar innan örfárra ára.

Norðursigling hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í annað sinn árið 2015 auk þess að hljóta silfurverðlaun á hinum eftirsóttu World Responsible Tourism Awards árið 2015 fyrir "Best Innovation for Carbon Reduction" auk fjölda annarra viðurkenninga.

Norðursigling býður einnig upp á hvalaskoðun á Hjalteyri, hvalaskoðunarferðir í Tromsø í Noregi, skíðaferðir í Lyngen ölpunum í Noregi, og vikulangar ævintýraferðir á austurströnd Grænlands.

Dagsferðir:

Hvalaskoðun frá Húsavík Daglegar ferðir 1. mars - 14. desember 3 klst.

Hvalir og segl Daglegar ferðir 1. júní - 15. september 3 klst.

Lengri ferðir:

Scoresby Sund Grænland Frá 20. Júlí til 21. september 7 dagar & 7 nætur

Sérferðir eftir pöntunum.

Norðursigling Hvalaskoðun

Gamli Baukur, Hafnarstétt 9

GPS punktar N66° 2' 45.648" W17° 20' 36.756"
Sími

464-7272

Opnunartími Allt árið
Þjónusta Opið allt árið Aðgengi fyrir hreyfihamlaða Kaffihús Veitingastaður Hvalaskoðun

Norðursigling Hvalaskoðun - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Arctic Nature Experience
Gönguferðir
 • Smiðjuteigur 7
 • 641 Húsavík
 • 464-3940, 464-3941
Oddur Örvar Magnússon / Icelandhunting
Ferðasali dagsferða
 • Baughóll 31c
 • 640 Húsavík
 • 895-1776
Heiðarbær
Gistiheimili
 • Reykjahverfi
 • 641 Húsavík
 • 464-3903
Golfklúbbur Húsavíkur
Golfvellir
 • Katlavellir
 • 640 Húsavík
 • 464-1000
Husavik mini bus ehf.
Dagsferðir
 • Garðarsbraut 79
 • 640 Húsavík
 • 898-9853

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri