Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Svæðisfundur DMP - Mývatn, Húsavík og Þingeyjasveit

Dagsetning: 16.Nóvember 2017
Tímasetning: 9:30 - 15:00
Staðsetning: Framsýn, Garðarbraut 26 Húsavík

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að gerð áfangastaðaáætlunar fyrir Norðurland. Verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis

Markmið fundarins er að fara yfir nokkur atriði sem tengjast þessari vinnu.  Á fundinum verður ákveðið hver forgangsverkefni hagsmunaaðila á svæðinu verða og farið verður yfir markaðsáherslur svæðisins.

Því er mikilvægt fyrir alla að mæta sem vilja taka þátt í að þróa ábyrga ferðaþjónustu á sínu svæði.

Fundurinn er opinn öllum og boðið verður upp á léttar veitingar.  Til að geta tekið þátt þá þarf að skrá sig á fundinn inná www.nordurland.is/dmp.

Nánari upplýsingar veita Björn H. Reynisson bjorn@nordurland.is  og Silja Jóhannesdóttir silja@atthing.is í síma 462-3300.

captcha

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri