Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Rauða dreglinum „rúllað“ út á Húsavík fyrir Óskarsverðlaunahátíðina

Íbúar á Húsavík eru tilbúnir fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem verður haldin í Bandaríkjunum aðfaranótt 26. apríl. Hinn svokallaði Óskar Óskarsson, sem hefur verið áberandi í myndböndum frá Húsavík að undanförnu, klippti á borða á mánudaginn síðastliðinn og opnaði þannig formlega rauðan dregil sem er á aðalgötu bæjarins. Þar var einnig stúlknakórinn sem var með í myndbandi sem söngkonan Molly Sandén tók sérstaklega upp fyrir Óskarsverðlaunahátíðina um síðustu helgi á Húsavík.  Eftirvæntingin á Húsavík er áþreifanleg en íbúar vonast til þess að sú kynning sem bærinn hefur fengið í tengslum við tilnefningu lagsins „Husavik“ úr myndinni Eurovision Song Contest: Story of Fire Saga, verði til þess að ferðamenn komi í enn ríkari mæli til bæjarins þegar ferðatakmörkunum lýkur.

Þeir hafa að undanförnu gefið út myndbönd sem sýna Óskar Óskarsson tala fyrir því að lagið verði tilnefnt og síðar að það vinni til Óskarsverðlauna. Þannig verði hann ekki lengur „eini“ Óskarinn í bænum. Þessi myndbönd hafa vakið athygli víða um heim og þá sérstaklega í Bretlandi og Bandaríkjunum. Rauði dregillinn verður á Húsavík fram að hátíðinni sjálfri og ljóst er að Húsvíkingar bíða í ofvæni eftir því að sjá hvort Óskar Óskarsson verði að ósk sinni og fái nafna sinn í bæinn.

 

 


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri