Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Sigling útí eyjur

Hægt er að fara í fjölbreyttar siglingar út í mismunandi eyjur Norðurlands. Fjölskrúðugt fuglalíf er að finna hvert sem litið er og hægt að freista þess að sjá hvali að leik í sínu náttúrulega umhverfi. 

  • Ef þig dreymir um að fara yfir heimskautsbaug þá er Grímsey rétti staðurinn. Grímsey er einstaklega falleg eyja með fjölbreyttu fuglalífi og kröftugu mannlífi.  
  • Hrísey er sannkölluð perla Eyjafjarðar. Það tekur einungis 15 mínútur að sigla frá Árskógssandi og í Hrísey er hægt að eiga notarlegan tíma í þorpinu sjálfu eða taka göngu útí náttúruna.
  • Á sumrin er hægt er að komast daglega útí Drangey. Hver kannast ekki söguna um útlagan Gretti sterka sem hafðist við í eyjunni síðustu ár sín. Í eyjunni er að finna mikið af svartfuglategundum  
  • Það er sannkölluð upplifun að heimsækja Flatey, í raun eins og að fara aftur í tímann. Síðustu íbúarnir fluttu þaðan 1968 en eyjan er einstaklega falleg og fuglalífið fjölbreytilegt.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri