Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Upplifðu hvalaskoðun á Norðurlandi

Hvalaskoðun á Norðurlandi er ein vinsælast afþreyingin sem er í boði – og ekki að ástæðulausu. Síðustu ár hefur það verið nánast öruggt að það sjáist til hvala í hverri einustu ferð yfir sumartímann sem hvalaskoðunarfyrirtækin hafa farið. Eyjafjörður og Skjálfandi iða af lífi og samkvæmt talningum Hafrannsóknarstofnunar hafa hnúfubakar aldrei verið fleiri við Íslandsstrendur. Aðrir hvalir sjást einnig; hrefnur, hnýðingar, andarnefjur, háhyrningar, hnísur og auðvitað langreyðar og steypireyðar sem eru sjaldgæfari sjón.

Það eru fjölmörg fyrirtæki sem bjóða upp á hvalaskoðun, bæði í Eyjafirði og á Skjálfanda frá Húsavík. Sömuleiðis eru valkostirnir um ferðirnar nokkuð margir. Hraðskreiðir bátar, svokallaðir RIB bátar, bjóða upp á meiri nánd við hvalina en minni þægindi. Til dæmis er ekki hægt að fara niður í káetu að hlýja sér. Ferðir á slíkum bátum eru alla jafna styttri enda fara þeir mun hraðar yfir en eikarbátarnir sem eru mjög áberandi í hvalaskoðun á Norðurlandi. Þeir bjóða upp á öðruvísi upplifun, siglt er um á gömlum uppgerðum bátum og hver veit nema áhöfnin töfri fram rjúkandi heitt kakó og kexkökur með? Þeir sem kjósa geta svo siglt um á nútímalegri bátum, þar sem boðið er upp á veitingasölu og sali þar sem hægt er að sitja inni og horfa út um glugga á hvalina leika listir sínar. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hvalaskoðunarfyrirtækjum á Norðurlandi er mjög umhugað um umhverfi sitt og bjóða mörg upp kolefnisjöfnun á sínum ferðum. Sum hafa jafnvel hlotið verðlaun fyrir framlög sín á þessum vettvangi. Einnig starfa þau öll eftir reglum sem þau hafa sett sér innan Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, þar sem kveðið er á um hvernig nálgast skuli hvali af sem mestri varkárni og virðingu. Þar kemur fram hversu hratt sigla má bátum innan 300 metra fjarlægðar og að slökkva skuli á vélum þegar hvalirnir eru í innan við 50 metra fjarlægð. Lesa má nánar um þessar reglur á ensku, með því að smella hér.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri